25.4.2008 | 17:49
Ég mótmæli
Ég veit ekki hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi? Hverju voru unglingarnir sem sátu á götunni að mótmæla? Lélegum einkunnum? Að ríkið eigi að gefa öllum framhaldsskólanemum bíl? Eða vildu þau afnema fall úr skólum eða voru þau bara að vona að löggan kæmi út að leika með kylfur og skildi? Með þessu áframhaldi fara rónarnir í Lækjagötu í setuverkfall og loka fyrir umferð í miðbænum. Þeir munu mótmæla því hvað fólk er nískt við að gefa þeim sem lifa á því að betla. Dósasafnarar gætu sturtað dósunum sínum á götur og heimtað að skilagjald yrði hækkað og 10% greitt ofan á hverja flösku og dós í formi orflofs. Fólk skilur ekki að þeir sem safna dósum eiga aldrei frí. Sjálfur get ég auðveldlega farið og mótmælt hinu og þessu: því að hafa misst 1% af hári mínu síðan ég varð þrítugur, það hlýtur að hafa verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lætur mig alltaf í erfið og ábyrgðarmikil störf. Ég get líka mótmælt því að það sé ekki vip-röð í ríkinu eins og á skemmtistöðum, óþolandi að bíða í röð með illalyktandi gamla róna allt í kringum sig eða konur með grenjandi krakka! Já, ég ætla sko að mótmæla um helgina! ég ætla að mótmæla því að hafa eytt fullt af árum í nám og vinnu bara til þess að fá svo leið á því. Og sömuleiðis, þá ætla ég að mótmæla því ég skuli yfirhöfuð komast upp með það að vera ég - ár eftir ár eftir ár...
Athugasemdir
Ekki ætla ég að mótmæla þessu. Enda búinn að mæla mér mót við væntanlegan mótmælanda. Það er að segja: Ef hann segir eitthvað.
Bergur Thorberg, 25.4.2008 kl. 18:15
Brátt fer líka hornið hans Helga að losna, hann getur nú ekki orðið mikið eldri úr þessu, karlinn, þar get ég staðið og mótmælt Gvöði!
Kreppumaður, 25.4.2008 kl. 18:25
Vonandi að það náist meiri árangur af þínum mótmælum heldur en þessum mótmælum unglinga sem vantar spennu í annars innihaldslaust líf sitt. Væri alveg til í þessa VIP röð þarna - gæti sparað mér nokkrar mínútur af annars innihaldsríku lífi mínu!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 25.4.2008 kl. 19:19
Ég er vissum að það verður hlustað á mig. Þangað til ég fer að kasta eggjum, þá er þetta búið.
Kreppumaður, 25.4.2008 kl. 19:33
Ég skal redda spjaldinu. Og svo skrifum við eiitthvað á það. Hittumst á horninu. Gallharðir. En í sambandi við eggin...... Tómatabændur sjá fram á bjarta tíma. Og brosa út í aðra. (Tómatseggvörina). og una sáttir við sitt. Nú er um að gera að hænur landsins, fari að verpa almennilega! Það er skortur á markaðnum.
Bergur Thorberg, 25.4.2008 kl. 21:20
Þetta eru uppgripstímar fyrir bændur og kaupahéðna almennt. Nú gleðjast þeir og fitna og róa undir að meiri óeirðum.
En á horninu skulum við standa, bolum Helga hljóðlega í burtu... Mér hefur alltaf langað til þess að halda á kröfuspjaldi sem á stendur: Ég er idjót - þökk sé háskólasamfélaginu!
Kreppumaður, 25.4.2008 kl. 21:32
Til er ég. Amen.
Bergur Thorberg, 25.4.2008 kl. 21:42
Og nú er búið að vekja upp í mér anarkistann sem var löngu sofnaður!
Kreppumaður, 25.4.2008 kl. 21:56
Helgi er nú ekki farinn enn. En nihilistinn í okkur er vaknaður. Eftir langan og djúpan svefn. Gvöð hjálpi okkur.
Bergur Thorberg, 25.4.2008 kl. 22:47
Og samborgurum okkar... Það stefnir allt í stjórnleysi. Alla veganna á þessu bloggi, næstu daga!
Kreppumaður, 25.4.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.