Að drepa tímann

Það var bara skítsæmilegt að mæta aftur til vinnu þótt að ég ætti það til að fá hóstaköst í mestu leiðindunum og blána í framan eins og ég væri að kafna.  En það er bara gaman af svona krankleika.  Annars er ég enn að jafna mig eftir selskapinn í gær.  Sennilega talaði ég úr mér allt vit í þessari veislu.  Og hef það allt í einu á tilfinningunni að mér sé ofaukið í þessu samfélagi.  Ég er búinn að koma þessu barni mínu til manns og þar sem konur hafa farið mjög sparlega í það að feðra börn sín mér, þá sé ég ekki fram á neitt meira að gera.  Drengurinn á eflaust eftir að komast þessa hefðbundnu leið í gegnum menntakerfið án minna afskipta.  Og ekki geri ég mikið gagn hérna í vinnunni.  Sé það á því að allt gekk nokkuð veginn eftir áætlun meðan ég var veikur.  En það eru 31 ár eftir í ellilífeirinn.  Hvernig í andskotanum á ég að fá tímann til þess að líða þanngað til?     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband