29.4.2008 | 20:41
Að detta úr karakter!
Ég er búinn að öskra og hoppa upp og niður og stappa í gólfið af svo miklum móð að helvítis pólverjarnir á hæðinni fyrir neðan mig hafa slökkt á teknóinu og hjúfra sig eflaust að hvor öðrum skíthræddir um að ég sé gjörsamlega búinn að fá nóg af þeim og stígi stríðsdans meðan ég brýni axirnar sem ég ætla að nota til þess að höggva þá í búta í baðkarinu. En svo er ekki rauninn. Ég datt örlítið úr annars rósömum og yfirveguðum karakter þegar man.utd tryggði sér ferð í úrslit meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í níu ár!!! Og ég sem sat annars nokkuð yfirvegaður yfir leiknum (sem ég horfði á í tölvunni sökum þess að ég treysti mér ekki svona kvefaður á bar) og lapti örlítið rauðvín (lesist á aðra flösku) og hafði ekki fyrir því að fara úr vinnugallanum (og núna er bindið sem svitaband um ennið) og slökkti á símanum og blokkaði einu stúlkuna sem nennir af mér að vita á msn og öskraði úr mér lungu, sál og geðheilsu! Það var mjög hressandi. Enda ást karlmanns á knattspyrnuliði eitthvað sem er dýpra og heilagra en ást hans á konu eða börnum eða hundum og köttum og blómum og sólarljósi... Sú kennd verður aldrei útskýrð til fullnustu enda er ég að hugsa um að sofa með einhvern af man.utd bolunum mínum í fanginu í nótt!
Athugasemdir
Ætla ekki einu sinni að þykjast skilja, sumt er bara svona!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:46
Eins og sumir skilja ekki bókstafstrú.
Kreppumaður, 29.4.2008 kl. 20:48
Einmitt, er það að trúa á bókstafi?
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:52
Já og er óæðri trú en hópur manna sparka í leðurtuðru!
Kreppumaður, 29.4.2008 kl. 20:55
Allt í lagi, allt í lagi! Er alveg búin að átta mig á að í þessu máli deilir maður ekki við dómarann!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:59
Eða þá sanntrúuðu ekki frekar en maður pissar í skó múhameðstrúarmann fyrir utan moskuna sem þeir biðja í....
Kreppumaður, 29.4.2008 kl. 21:13
Maður pissar ekki í skó....eða hvað......
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:17
Jújú, ég pissaðir einu sinni í skónna hans afa bara af því að pabbi hafði pissaði í skó afa síns. Ættarhefð. En ég var svo óöruggur um hvað skó afi átti að ég pissaði í alla karlmannaskó í forstofunni, líka hans pabba. Hann hafði ekki húmor fyrir því þegar hann stakk löppinni ofan í þá og það heyrðist skvamphljóð! Síðan hefur þessi ágæta ættarhefð að pissa í skó afa síns næstum dáið út í minni ætt - því miður!
Kreppumaður, 29.4.2008 kl. 21:21
Góður! Hefurðu sagt syninum frá þessari hefð......?
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:28
Já auðvitað, mana hann í að pissa í skó í hvert sinn sem við hittum ættingja okkar! Hann er bara frekar tregur enn sem komið er.
Kreppumaður, 29.4.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.