1.5.2008 | 21:00
Að þegja
Klukkan fjögur gekk ég fram hjá kaffi Hljómalind, þar sat stúlka við borð og talaði. Hún sat þar eins og hún hefði ekki hreyft sig fjórum og hálfum tíma síðar þegar ég var á leiðinni heim. Ég öfundaði hana að hafa frá svona miklu að segja að geta bara blaðrað út í eitt. Ég segi alltaf færra og færra og brátt mun ég eflaust hætta að tala utan vinnutíma. Sem dæmi, fór og heimsótti foreldra mína. Skiptist á tíu orðum við þau. Og fannst eins og ég hafði ekki samkjaftað. Það var samt áætt að heimsækja gömluhjúin og þegja með þeim. Góð tilbreyting frá því að þegja einn. Ég ætti kannski að íhuga það að fara út úr húsi um helgina?
Athugasemdir
Konur tala, þótt þær hafi ekki um neitt að tala. Karlmenn þegja þótt þeir hafi ekki um neitt að þegja! Þetta er spurning um forritið þarna uppi.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:43
Ég tók ekki aftir henni en ég mætti þar kl. 5 og fór tveimur tímum seinna. Ég var reyndar ansi hugsi og utan við mig, eins og svo oft áður reyndar.
Ragga (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:39
Guðmundur: Nú ætla ég ekki að segja orð...
Ragga: Merkilegt hvað maður tekur eftir sumu fólki en ekki öðru. Og ekki var þessi stúlka fríð eða sérlega mikil týpa, varð bara fyrir augum mínum, svona oft...
Kreppumaður, 2.5.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.