25.6.2008 | 01:02
Lost in Iceland II
Það þarf skilnað eða dauðsfall til þess að fá mig til að rjúfa rútínuna sem nokkurskonar einhverfa festir mig í. Og þar sem ég hef hvorki gifst né skilið síðan ég hætti að blogga í vor, upplýsist hér að dauðinn steypti sér yfir líkama fullann af vonum og þrám og hremmdi hann eins og sjófugl fisk úr hafi. En ég ætla ekki að reyna að leggja í endi alls einhverja merkingu sem er aðeins lífsins að glæða, ekki hins miskunarlausa sigurvegara allra manna og borga.
Ég ætla heldur ekki að kenna um óendurgoldinni ást, geðveiki, eiturlyfjum, reipi eða stól sem veltur um koll, að svona hlyti að fara.
Og ekki mun ég leita að gröf og standa þar undir dökkum skýjum, óttasleginn yfir því að í hári mínu kynnu fyrstu gráu hárin að leynast og hvísla: ég sakna þín.
Það væri hræsni sem ég geri mig ekki sekann um.
Og ekki mun ég leita að gröf og standa þar undir dökkum skýjum, óttasleginn yfir því að í hári mínu kynnu fyrstu gráu hárin að leynast og hvísla: ég sakna þín.
Það væri hræsni sem ég geri mig ekki sekann um.
Síðustu vikur hafa verið eins og kvikmynd hraðspóluð: ljós nætur renna saman í marglit strik, andlit afmyndast og öll hljóð verða að suði. Þarna eru varir sem vilja verða kysstar...
Þess vegna stóð ég allt í einu fyrir framan kirkjuna í Vík, í svörtum fötum og strigaskóm með bakpoka fullann af nauðsynjum, svo timbraður af hreinu lofti og síðustu ferðinni með brjálæðing sem ók á 160 og hlustaði á hnakkamúsík, að mér fannst ég þurfa að æla.
En ég ældi ekki heldur settist niður í stilltri sumarnóttinni og beið þess að dagaði svo ég gæti fengið far áfram. Og ég sat og drakk viskí og reykti og hlustaði á fugla og beið og hugsaði um það að sennilega væri stutt þangað til ég yrði möðkum að bráð.
Þess vegna stóð ég allt í einu fyrir framan kirkjuna í Vík, í svörtum fötum og strigaskóm með bakpoka fullann af nauðsynjum, svo timbraður af hreinu lofti og síðustu ferðinni með brjálæðing sem ók á 160 og hlustaði á hnakkamúsík, að mér fannst ég þurfa að æla.
En ég ældi ekki heldur settist niður í stilltri sumarnóttinni og beið þess að dagaði svo ég gæti fengið far áfram. Og ég sat og drakk viskí og reykti og hlustaði á fugla og beið og hugsaði um það að sennilega væri stutt þangað til ég yrði möðkum að bráð.
Þannig skolaði mér hingað. Þreyttum og vegamóðum í leit að einhverju sem ég veit ekki hvað er? Hugsanlega er ég að leita að staðnum þar sem heimurinn endar? Hugsanlega er ég bara á leið til Hala í Suðursveit til þess að sjá hver Þórbergur fæddist? Hugsanlega er ég að leita að einhverju öðru? Hugsanlega er þetta bara enn ein vanhugsuð ákvörðun í lífi mínu?
Eftir eina nótt hérna á hótelinu í rúmlega tuttuguþúsund króna hjónaherbergi fékk ég mig fluttan í minni þægindi. Eiginlega engin þægindi en þau kosta mig með þrem máltíðum svona svipað og leiga á lítilli íbúð í Reykjavík.
Ég veit ekki hversvegna ég valdi þennan stað? Kannski var það vegna jökulsins? Eða fjallana eða sandanna eða...?
Eftir eina nótt hérna á hótelinu í rúmlega tuttuguþúsund króna hjónaherbergi fékk ég mig fluttan í minni þægindi. Eiginlega engin þægindi en þau kosta mig með þrem máltíðum svona svipað og leiga á lítilli íbúð í Reykjavík.
Ég veit ekki hversvegna ég valdi þennan stað? Kannski var það vegna jökulsins? Eða fjallana eða sandanna eða...?
Það var ekki fyrr en eftir nokkra daga að ég komst að því hversvegna örlögin skoluðu mér hingað.
Ég veit þó ekki hvað ég er búinn að vera hérna lengi? Viku eða tíu daga? Tvo?
Dagarnir renna saman í eitt: ég vakna í hádegismat, fer svo og geng í 4-7 tíma. Fer í sturtu. Borða kvöldmat, sest svo niður með tölvuna og skrifa og drekk rauðvín. Og þegar matsalurinn lokar upp úr tíu, færi ég mig upp á barinn og starfsfólkið hér fer að týnast til mín (byrjaði á því á þriðja degi mínum hérna) og fylla glasið mitt með Jack Daniels viðbjóði sem virðist vera það sem þau drekka. Og þetta er merkilegur hópur sem ég hef kynnst: Kúrdi sem talar frábæra íslensku og er síbrosandi og reynandi við stelpurnar. Litháenskur kokkur sem er drukkinn frá dagrenningu til dagrenningar og segir þreytandi sögur á bjagaðri ensku af veru sinni í Sovéska hernum. Þjóðverji á mínum aldri sem er vel lesinn og deilir með mér velþóknun á Heinesen og Hamsun. Ítalska stúlkan sem þjónar til borðs og talar næstum enga ensku en tjáir sig við mig með því að snerta mig í tíma og ótíma. Sérstaklega hárlubbann. Hún hefur lofað mér því að panta inn uppáhalds vínin mín. Sænska herbergisþernan sem horfir á mig með augnaráði sem bara stúlkur geta sent mér og ég veit að boðar vandræði ef ég horfi á móti. Ungu Íslensku strákarnir sem dreyma um hundraðogeinn og stórborgir og gruna mig um að vera eitthvað annað og meira en ég er. Allt þetta fólk (og fleiri sem hér vinna en ég þekki ekki eins vel) trúir því ekki að ég sé hérna til að ganga á fjöll. Á hverju kvöldi spyr einhver mig hvað ég sé í ,,alvörunni" að gera hér? Hvort það sé rétt að ég ætli að vera hérna fram í miðjan júlí?
Ég veit þó ekki hvað ég er búinn að vera hérna lengi? Viku eða tíu daga? Tvo?
Dagarnir renna saman í eitt: ég vakna í hádegismat, fer svo og geng í 4-7 tíma. Fer í sturtu. Borða kvöldmat, sest svo niður með tölvuna og skrifa og drekk rauðvín. Og þegar matsalurinn lokar upp úr tíu, færi ég mig upp á barinn og starfsfólkið hér fer að týnast til mín (byrjaði á því á þriðja degi mínum hérna) og fylla glasið mitt með Jack Daniels viðbjóði sem virðist vera það sem þau drekka. Og þetta er merkilegur hópur sem ég hef kynnst: Kúrdi sem talar frábæra íslensku og er síbrosandi og reynandi við stelpurnar. Litháenskur kokkur sem er drukkinn frá dagrenningu til dagrenningar og segir þreytandi sögur á bjagaðri ensku af veru sinni í Sovéska hernum. Þjóðverji á mínum aldri sem er vel lesinn og deilir með mér velþóknun á Heinesen og Hamsun. Ítalska stúlkan sem þjónar til borðs og talar næstum enga ensku en tjáir sig við mig með því að snerta mig í tíma og ótíma. Sérstaklega hárlubbann. Hún hefur lofað mér því að panta inn uppáhalds vínin mín. Sænska herbergisþernan sem horfir á mig með augnaráði sem bara stúlkur geta sent mér og ég veit að boðar vandræði ef ég horfi á móti. Ungu Íslensku strákarnir sem dreyma um hundraðogeinn og stórborgir og gruna mig um að vera eitthvað annað og meira en ég er. Allt þetta fólk (og fleiri sem hér vinna en ég þekki ekki eins vel) trúir því ekki að ég sé hérna til að ganga á fjöll. Á hverju kvöldi spyr einhver mig hvað ég sé í ,,alvörunni" að gera hér? Hvort það sé rétt að ég ætli að vera hérna fram í miðjan júlí?
Þau grunar að ég sé að flýja eitthvað. Og það er rétt. Ég er að flýja smæðina í Reykjavík. Ég er að flýja fólk. Ég þurfti að fá frið til þess að hugsa og mér finnst ég hafa fundið hann hér. Standandi ofan á skriðjökli í conversskóm og gallabuxum, gónandi ofan í sprungur og það eina sem rýfur þögnina er þegar molnar úr jöklinum og ég heyri ísklumpana skella í ánni sem rennur beljandi grá undan honum.
Hér er ég loksins einn með sjálfum mér og veit að þetta er bara einn áfangastaður á ferð minni. Hinir eru 27 fjallstindar og svo áframhaldandi ferðalag og leit að staðnum þar sem tíminn sefur, staðnum þar sem allir hlutir hafa misst merkingu sína og orð. Og orð verða óþörf.
Hér er ég loksins einn með sjálfum mér og veit að þetta er bara einn áfangastaður á ferð minni. Hinir eru 27 fjallstindar og svo áframhaldandi ferðalag og leit að staðnum þar sem tíminn sefur, staðnum þar sem allir hlutir hafa misst merkingu sína og orð. Og orð verða óþörf.
Athugasemdir
einlægur fyrri partur og skemmtilega hemingwayískur seinnipartur. eða bara.... biljón ára einsemd ;)
hlakka til að heyra meira.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.6.2008 kl. 01:38
Aldrei datt mér í hug að mér yrði líkt við Hemingway nema kannski fyrir ást mína á fegurð og því sem oft eykur á vissa fegurð sé þess neytt í fljótandi formi. Kannski ég endi í Afríku að skjóta gnýi?
Kreppumaður, 25.6.2008 kl. 01:44
Jú það voru konurnar (hjúkkur) og vínið (eyrnamergurinn sem hann drakk eða var það ekki Campari?). Vakti upp einhverja vopnin kvödd tilfinningu en samt afar íslenska.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.6.2008 kl. 01:51
Ég vona samt að það fari ekki fyrir mér eins og Ernst gamla eða söguhetjum hans: skot í haus (eins subbulega og hann ákvað að fara) eða að liggja eins og Róbert Jordan, fótbrotinn í skógi, seldur örlögunum af bráð fyrir konu ást!
Og þó. Það væri ofurrómantískur dauðdagi.
Kreppumaður, 25.6.2008 kl. 01:58
Djöfull flottur
Held samt að þú sért bara sögupersóna í huga skúffuskálds sem þorir ekki út í sólina. Gæti haft rangt fyrir mér en það verður að hafa það.
Lilja Kjerúlf, 25.6.2008 kl. 10:13
Oh djöfull skal ég heimsækja þig í sveitina!!!
Heiða B. Heiðars, 25.6.2008 kl. 11:51
Lilja: vinur minn hringdi í mig fyrir nokkrum dögum og spurði mig í hvað finnsku kvikmynd ég þættist vera? Nú eruð þið komin tvö, vantrúuð.
Heiða: Farðu að reima á þig gönguskónna eða að kaupa kassa af rauðvíni.
Kreppumaður, 25.6.2008 kl. 20:30
....eða bæði :)
Heiða B. Heiðars, 25.6.2008 kl. 23:00
Held það væri ekki verra, hér er svo fallegt, ef maður hefur sveigjanlegt fegurðarskin!
Kreppumaður, 26.6.2008 kl. 01:41
Flottur ritstíll þarna ;)
Rifjaði upp jöklasamræður frá 2001:
Þýski túristinn horfir yfir skriðjökulinn fyrir austan : "Oh vow, this sure makes you feel so small! "
Vinur minn á móti : "You´re supposed to feel small!"
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 02:55
Heyrði einn (einmitt þjóðverja segja) eitthvað sem útleggst á íslensku: það var ekkert að sjá þarna uppi!
Kreppumaður, 26.6.2008 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.