1.7.2008 | 21:19
Vindur og flagg
Í dag var svo mikið rok að svartur sandurinn tókst á loft og byrgði öllum sýn og það var varla stætt á milli húsa. Ekki það að ég þyrfti að fara neitt út nema til þess að reykja en það var magnað að sjá eins og allt landið takast á loft og blandast dökkum skýjum. Svo kom Dannebrog fjúkandi hjá glugganum mínum og mér fannst það viðeigandi þar sem hann féll af himnum á sínum tíma yfir danska herinn í Eistlandi 1219 og var núna greinilega á leiðinni heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.