2.7.2008 | 05:45
Er einhver til...
Klukkan er að verða sex. Ég svaf í tvo og hálfann tíma í nótt. Ég veit ekki hvort það er birtan eða þögnin sem vekur mig? Eða þessi eini fugl sem syngur stundum fyrir neðan gluggann minn en ég hallast samt að því að það séu rifbeinin, ef ég velti mér að aðra hliðina virðist ég vakna af sársauka. Ég er víst ekki meira karlmenni en það...
Ég er samt leiður á þessu svefnleysi, það gerir mig eirðarlausan og taugaveiklaðan: mér finnst ég vera að vanrækja eitthvað! Eins og ég hafi stungið af frá ógreiddum reikning á veitingarhúsi eða hringt mig veikur inn í vinnu bara vegna þreytu eða timburmanna (hef þó ekki gert það síðan fyrir svo löngu... ) eða eitthvað álíka fáránlegt sem minnir mig á unglingsárin mín. Þá sveikst ég undan öllu. Er einhver til í að koma og lemja mig með girðingarstaur í hausinn svo ég komist inn í draumalandið?
En kannski dugar það ekki til? Hausinn á mér er víst býsna harður af sér.
Las það reyndar að þeir sem drekka mikið af áfengi sofa oft laust og hrökkva upp við minnsta hljóð, svona eins og þegar tappi er tekinn úr góðri rauðvínsflösku í tveggja kílómetra fjarlægð! Þeir sem drekka mikið eru líka í þeim áhættu hóp að eiga að hættu að detta niður kletta fullir. Ég ætti kannski að hætt að drekka?
Athugasemdir
Ahh..... ég veit ekki hvort ég er til í að berja þig með girðingarstaur.... frekar gef ég þér pening fyrir taxa á Vog
Lilja Kjerúlf, 2.7.2008 kl. 12:01
Í guðs bænum ekki hætt að drekka
!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 2.7.2008 kl. 13:02
Getur enginn tekið ákvörðun hérna. Best ég fá mér meira vín meðan ég geri upp hug minn!
Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.