2.7.2008 | 21:14
Fæst gefins
Sonur minn hringdi í mig til þess að fullvissa sig um að ég væri búinn að kaupa miða á Tindersticks í september fyrir okkur. Ég spurði hann hvort að hann ætti von á því að ég yrði kominn til Reykjavíkur í tæka tíð? Hann sagðist halda það. Ég þrifist ekki lengi án félagsskapar við fallegt kvenfólk og hann ætti ekki von á því að konur sem féllu að mínum smekk fyndust undir jökli. Ég sagði að mér þætti hann veraorðinn full hortugur að tala svona við föður sinn. Sonurinn svaraði að hann hefði lært hvernig ætti að tala við mig af einhverri af þessum konum sem ég hefði verið í tygjum við. ég sagði drengnum að lesa vel Fréttablaðið næstu daga, sérstaklega dálkinn: fæst gefins. Þar mundi innann tíðar birtast svohljóðandi auglýsing: Kjaftfor og rauðhærður 14 ára drengur fæst gefins með öllu sem honum fylgir, gegn því að vera sóttur. Er með slæm gen og sérviskuleg áhugamál. Hugsanlega húsvanur.
Drengurinn efaðist um að nokkur mundi nenna að ná í hann. Því var ég sammála.
Athugasemdir
Það er ekki skrýtið að drengurinn sé að verða svona skemmtilega furðulegur - við erum jú eingöngu (kannski ekki bókstaflega) það sem við erfum..
Gunnhildur Ólafsdóttir, 2.7.2008 kl. 21:21
Ertu að gefa í skin að hann hafi ekki fengið gott DNA frá mér?
Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 21:57
Ég sagði ekkert um slæmt né gott DNA bara að hann gæti hugsanlega hafa erft SKEMMTIELGA furðuleg gen að hluta...
!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 2.7.2008 kl. 21:59
Þú meinarð að blessaður drengurinn verði kaldhæðinn og þunglyndur drykkjumaður þegar hann vex úr grasi? Það hefur aldrei hvarflað að mér?
Þá kenni ég móður hans um það allt saman.
Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 22:01
Að sjálfsögðu fékk hann gott DNA - það fer ekkert endilega saman að vera slæmur og furðulegur - þvert á móti. Um að gera að kenna öðrum um!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 2.7.2008 kl. 22:06
Það er nú alltaf best að kenna öllum öðrum um ófarir sínar. Ég kenni til dæmist Norska afa mínum og hans kvensömu og drykkfelldu genum um allt sem miður fer í mínu lífi. Sennilega var það draugur hans sem hrinti mér í þessum klettum um daginn?
Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 22:11
Klára málin krakkar :)
Hvert austur ertu að fara eiginlega?
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 22:33
Svanur: Hvað mál að klára?
En ég ætla að byrja á Hala. Þangað hafa allar leiðir leigið í tuttugu og fimm ár hjá mér, þótt að ég hafi aldrei verið jafn nálægt áfangastað og nú.
Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 22:43
Þetta hljómaði eitthvað svo óklárað á milli ykkar Gunnhildar. Sjálfsagt tómur misskilningur.
Hala já, hvaða fjöll eru þar að klífa?
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 22:53
Allt er misskilningur, líka það sem er á milli okkar Gunnhildar...
Á hala er eitt fjalla að klífa - Þórbergur!
Eða sitja bara í skugganum af honum.
Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 23:03
Hátt fjall með langan skugga sem dregur um allt land. Las fyrst eftir hann Mál og málýskur. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 23:19
Ég var nú bara látinn lesa Ofvitann sem krakki/unglingur af föður mínum en síðan hef ég lesið allt eftir hann sem ég hef komist í, líka bréf sem ekki hafa verið birt, auk þess sem ég komst í k**m sem meistarinn átti og gleymdi í dagbókasafni sínu. Þess vegna er ég á leiðinni - að finna mér eitthvað (eins og stóð á umslaginu) mér til upplyftingar!
Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 23:26
Ég held upp á hann líka. Hefurðu ótakmarkaðan tíma í þessa pílagrímsferð?
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 23:33
Ég er með bókað hér fram að 14. júlí svo ég sný aftur. Og svo er ég ennþá í launuðu sumarfrí. Og ef í nauðir rekur, þá er það bara yfirdráttur þangað til bankinn hættir að svara í símann þegar ég hringi.
Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 23:54
:) Þú ert í flottum banka....þetta er fljótt að líða og þú verður komin heim í 101 áður en varir, no Bubbi og lítið sem ekkert flís. Haven....
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 00:10
Sko, þótt ótrúlegt virðist vera, þá eyði ég minna hér en í hundraðogeinum... Sem segir kannski dálítið sorglega sögu um mig.
Helst vona ég að ég þurfi aldrei að vinna aftur en ég veit að einn daginn kemur að því að ég þarf að fara að lesa helvítis atvinnuauglýsingarnar. En hvort það verða þessar í Mogganum eða á öðru tungumáli hef ég ekki ákveðið enn...
Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 00:27
Það er ágætt að klára málin - en þarf ekki endilega að vera eina leiðin. Um að gera að lesa sem mest og drekka sem mest meðan það er enn mögulegt. Þú verður víst að sætta þig við norsku genin eins og við hin!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.7.2008 kl. 00:39
Það er dauðans barlómur í þér drengur minn...kanntu ekki að skrifa fyrir peninga eða soddan noget?
En það er ódýrara að drekka á flestum börum utan lands.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 00:39
Gunnhildur: Sem betur fer eru margar leiðir til þess að klára hin og þessi mál - ein er að láta sig hverfa. Hún hentar mér alltaf best! Kannski segi ég þér einhvern tíman frá afa mínum - hann var þorpari!
Svanur: Ef ég kynni nú að skrifa fyrir peninga! Er ofboðslega lélegur í því að skrifa um eitthvað annað en barlóminn í sjálfum mér og á ekki von á því að nokkur heilvita maður mundi kæra sig um að lesa það. Með þó fáeinum (2-3) undantekningum sem lesa það ókeypis á mbl.is.
Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 00:51
Jamm.... en þú sýnir samt tilburði. Þig vantar trúna á sjálfan þig, verðleikatilfinninguna sem fær þig til að líta á heiminn eins og stóra rjómaköku sem var bökuð bara fyrir þig. Þú ert greinilega of eftirlátur við sjálfan þig og þarft gott fólk í kringum þig til að segja þér það aftur og aftur.
Þetta verða 15000 krónur takk. Set það á reikninginn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 01:03
Þessar fimmtánþúsund krónur færðu borgaðar í fornum ís sem ég hjó úr Skeiðarárjökli og vill ekki bráðna. Hann er eins og fallegasta gler og speglar litrófi...
Eftirlátur? Áttu við að mig skorti aga? Ég hef verið þekktur fyrir agaleysi og landeyðuskap, rétt er það. En sem betur fer hef ég alltaf haft gott fólk í kringum mig.
Nú er ég bara að flýja það!
Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:08
HEHE góða fólkið er ekki hægt að flýja, það bara býður þangað til þú áttar þig aftur á hversu ómissandi það er og þegar þú snýrð þér við er það komið upp í andlitið á þér eins og það hafi alltaf verið rétt fyrir aftan þig.
Tek Skeiðarársjökulsgullið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 01:18
Það býður engin lengur eftir neinum nema í söngtextum Megasar.
En gullið er þér falt. Ég setti klumpinn í skál og hann vill ekki bráðna.
Hvert á ég að senda 3,5 kg af frosnu vatni?
Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:21
Þú verður að varðveita það um hríð, því hér Í Bath á Englandi er svo hlítt um þessar mundir að permafrostið, þótt voða perma sé, mundi örugglega hverfa við komuna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 01:26
Hef reyndar slysast í það þorp - Bath, fyrir einum 15 árum síðan. Það er paradís á jörðu. Kannski ég sendi þér bara póstkort sem ég væti í jökulvatni?
Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:30
Það er díll
S.G. Thorkelsson
8 Nelson Villas
Bath
BA1 2BD
Taktu þetta svo út svo allur skarinn komi ekki á mig :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 01:36
Áttu von á því að fá þá heilann ísjaka allt í allt?
Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:40
Ég náði þessari adressu - en dont worry ég læt þig í friði. Mér væri meira um að reyna að nálgast adressu drykkjumannsins svo ég viti hvert sjúkrabíllinn á að fara beri svo undir!? Svo væri ég líka til í að fá póstkort með klaka á!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:43
Fékkstu ekki sms frá mér áðan Gunnhildur? Þú ættir að hafa símann minn en ég get svo sem sagt að ég verð með bækistöðvar (eins og ég sé að fara að klífa Everest) á hótelinu hér í Skaftafelli, Freysnesi fram til 14.07. Ég skal senda þér póstkort ef þú sendir mér addressuna á emaili eða smsi.
Og Svanur - láttu vita ef ekkert kort er komið á mánudag!
Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:46
Geri það, sko. Síðast þegar ég gisti í Freysnesi fauk allt til helv. góða nótt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 01:51
Það er svipað veður núna, allt að fjúka til fjandans. Held að Vatnajökull sé kominn til Færeyja!
Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.