Krummi svaf í klettagjá

Það er einhver á barnum að spila illa á píanó, skrykkjótt eins og þegar drukkinn maður ekur bíl, ef hægt væri að nota þá samlíkingu.  Og núna allt í einu sé ég að trén svigna skyndilega undan rokinu.  Ég er ekki frá því að vindurinn séu fiðlur sem leika undir með píanóleikaranum: krummi svaf í klettagjá.  Þessari dramatík verður að linna.  Á morgunn held ég áfram austur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Áfram austur? Ertu nú endanlega orðinn bilaður? Þú gætir hitt annan svona píanóleikara þar. Gættu að því!

Bergur Thorberg, 2.7.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Kreppumaður

Áttu við, Bergur, að því austar sem ég fer, því verri verður píanóleikurinn?  Kannski þeir spili meira að segja ekkert nema Maísólina þar undir roðanum...

Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Austfjarðarþokan minn kæri. Hún hefur blindað margan manninn.

Bergur Thorberg, 2.7.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Kreppumaður

Vonandi villist ég sem lengst í henni.  Þá kannski finn ég það sem ég er að leita að - óvænt eins og þegar maður finnur skínandi tíkall á götu.  En ég beygi mig aldrei eftir klinki.

Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Góða ferð austur - eða hvert sem þú þykist vera að fara. Ef eitthvað. Svo sér maður þig bara í borginni innan skamms....

Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.7.2008 kl. 00:44

6 Smámynd: Kreppumaður

Ég mundi ekki fara að leita að mér á Ölstofunni Gunnhildur, verð þar ekki í bráð en ég efast ekki um að Tóti vinur minn sé þar alla daga.  Eins og svo margir aðrir sem ég þekki.

Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 00:52

7 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Af hverju ætti ég að fara að leita af þér núna? Þá væri nú líklegra að rekast á þig þar í hvert einasta skipti sem maður stígur fæti þar inn...

En gott að þú ætlar að nýta tímann vel út á landsbyggðinni - um að gera!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.7.2008 kl. 00:55

8 Smámynd: Kreppumaður

Ég veit ekki af hverju þú ættir að fara að leita að mér?  Ekki nema að þú nauðsynlega vantir einhvern til þess að drekka með þér mikið af víni?  En núna er þér alveg óhætt að hanga öll kvöld á Ölstofunni án þess að rekast á mig og ég verð að viðurkenna að ég sakna ekki bara Reykjavíkurborgar en stundum einhvers af því ágæta fólki sem ég þekki þar.  Þó ekki svo margra.

Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:05

9 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Ok ég skal þá viðurkenna að ég sakna þess að drekka með þér. Jafnast fátt við ánægjuna af okkar súra ofdrykkju félagsskap. En það er samt aukaatriði eins og staðan er í dag - því þú að spjara þig flott og ég hugsanlega líka?! Ég fer amk mun sjaldnar á Ölstofuna þessa dagana! 

Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:12

10 Smámynd: Kreppumaður

Sko fyrst þú ert með uppljóstranir hérna þá ætla ég að benda á að það að byrja að drekka um miðjan dag, klára nokkrar flöskur af víni fyrir miðnætti og fara þá að skrölta á barinnar ekki alveg eðlilegt og ávísun á það að verða ekki starfsmenn velferðarkerfisins heldur styrkþegar.  En jú, við skemmtum okkur ótrúlega vel meðan á þessu sumbli okkar stóð.

Ég efast ekki um að þú sért að spjara þig og það að ég skyldi hætta að stýra þessari fúlu stofnun og fara bara að ganga á fjöll - það er betra en allt annað.

Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:16

11 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Held nú reyndar að ég hafi ekki uppljóstrað svo miklu - var þetta allt ekki bara ímyndun kossemer? En ég held reyndar að ég og þú hefðum ekki gott af hvort öðru - nema þá í hófi? Greinilegt að fjallaförin er af hinu góða - jafnvel þótt hún hafi næstum kostað þig lífið!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:24

12 Smámynd: Kreppumaður

Þú veist að svona leiðindaseggir eins og ég erum ódrepandi og engin fjöll fá þeim grandað.  En hugsanlega drykkjukeppni við þig? 

En mér er minnisstætt hvað ókunnugu fólki var umhugað um okkur á barnum og endalaust að hrósa okkur fyrir atgerfi okkar. 

Það var furðulegt.

Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:28

13 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Veit allt um ódauðleika þinn og drykkju - en satt segirðu satt það var stórskrýtið hvað öllu þessu nobody fólki í kringum okkur fannst við meika það vel saman!  Maður varð bara orðlaus yfir þessum ósköpum!? Kannski við séum þá ekki eins alslæm og við látum stundum út fyrir að vera?

Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:40

14 Smámynd: Kreppumaður

Þetta fólk þekkti okkur ekki baun, þeim þótti við bara vera falleg saman.  Og yfirborðsmennskan er það sem Íslendingar æla yfir.  Ef þú ert fallegur (hvað þá tvö saman) þá langar ókunnugum að heilsa upp á þig!  Hversu fáránlegt er það? 

Mér finnst mikið skemmtilegra að tala við ljóta Litháenska sídrukkna kokkinn en fallegu gengilbeinuna frá sama landi (sem er svo leiðinleg að ég nenni ekki einu sinni að blogga um hana)!

Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 01:49

15 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Það er náttúrulega hræðinlegt að vera fallegur og leiðinlegur! En sem betur fer hlaðast góðir eiginleikar oft saman og kallast það; halo effect - eins og þú veist ;-) En það er með engu móti eðlilegt hvað útlit skiptir miklu máli í þessu landi - þessum heimi...

Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:56

16 Smámynd: Kreppumaður

Útlitið skipir alla veganna meira máli en sálfræðimenntun.  Ég komst nokkurn veginn að því þegar ég reyndi að finna mér eitthvað að gera fyrir utan sálfr/félags/menntunar-geirann.  Enginn vildi ráða mig.  Of myndarlegur, með of lélega menntun!  Ég kæti samt sennilega komist að sem barþjónn á Ölstofunni og þó - þeir vita að ég drekk of mikið!

Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 02:01

17 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Ætti þá samt ekki að vera gott að hafa bæði?! Þú gætir hugsanlega fengið vinnu á barnum - en það væri ekki æskilegasti kosturinn í stöðunni. Þú ættir frekar að sækja um sem leiðsögumaður á fjöll - en þyrftir þá helst að geta staðið uppréttur og vera edrú (amk rétt á meðan á förinni er heitið)!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.7.2008 kl. 02:14

18 Smámynd: Kreppumaður

Hey!  Ég var að hugsa um það í vor - að sækja um sem þjóðgarðsvörður en svo var ég orðinn svo leiður (ein sog þú kannski veist) á því að vinna að mér datt ekki í hug að nenna því.  Geri það kannski síðar?  En það er bara best að vera sinn eigin þjóðgarðsvörður í bili.

Kreppumaður, 3.7.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband