Litir yfir sandi og svefn

Áðan lá yfir sandinum (um leið og það lygndi) nokkurskonar öfugur regnbogi, rauður litur yfir þeim svarta og ofan á honum gulur, út í grænt og svo dökk ský...

Og ég gat horft á þessa liti renna saman við þann dökk, dökk bláa sem táknar það að núna er júlínóttin votviðrasöm að fara að skella á. 

Píanóleikarinn er þagnaður svo mér fer að verða óhætt að skreppa á barinn í drykk fyrir svefninn...

Ég skal sofa í nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband