Haldið í austur á ný...

Áðan stóð ég úti og virti fyrir mér sjóndeildarhringinn að hafi.  Ótrúlega víður og ekkert að sjá nema fáeina grasbrúska og sanda og haf og yfir því dökk regnský, svo langt sem augað nemur.  

Það er búinn að vera svo mikill dumbungur hérna síðustu daga og mikið rok að allt virðist stundum renna saman í eitthvað þykkt og svart sem stöðugt færist nær og þegar maður heldur að það sé að fara að steypast yfir mann, svo þykkt og svart og ógnvænlegt eins og hungruð ófreskja, þá gliðnar það í sundur og mökkurinn fellur hægt til jarðar eins og svört snjókorn og marglita ljós leyftra fyrir aftan...

Nú fer ég að sofa og þegar ég vakna held ég að Hala til þess að sjá hvort að mér takist að komast aftur í tíman og sjá drifhvít segl franskra skúta við sjóndeildarhring.  Hvort að mér takist að sjá bændakurfa í peysum slá með orfi og ljái á milli þess sem þeir drekka kaffi af undirskálum.  Hvort mér takist að heyra steinana tala.  Hvort þar bíði mín frosnar tjarnir með förum eftir skauta á.  Hvort að þar ríki sama rökkuróperan og hér...

Hvort ég finni handteiknað stjörnukort sem sýni Síríus.  Síríus, stjörnuna sem menn eiga að sýna elskunni sinni út um þakglugga um nótt. 

Og allt í einu hellist yfir mig svo mikil depurð að mér finnst andartak eins og eitthvað vanti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá þig / lesa þig aftur !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Kreppumaður

Takk fyrir það.  Þú þrífst á ölkum held ég...

Kreppumaður, 4.7.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband