6.7.2008 | 20:45
Skrímslaveiðar
Í dag gerði ég eitt af mínum margfrægu plönum (sem sjaldnast rætast og má samt ekki taka sem einhverskonar útúrsnúninga á lífsreglum Þórbergs, þótt ég sé nýkominn frá Hala). Eitt af því fyrsta sem ég skrifaði niður á blað var að draga úr drykkjunni. Ég sveik það um leið og ég settist niður til að blogga. Næsta er að gangaá Hvannadalshnúk 12. júlí og halda svo héðan, nýr og öðruvísi maður, þann 14. Þá ætla ég að koma við hjá þýskum myndlistamanni í Stöðvarfirði, míga utan í Skriðuklaustur og bölva Gunnari og fara svo að veiða skrímsli í Lagafljóti. Ég er nokkuð vissum að ef ég blóðga mig og veð út í vatnið, muni skrímslið koma æðandi undir sellóspili eins og hákarlinn í Jaws. Svo ætla ég að skoða Kárahnjúka ef ég nenni og sjá hvað hefur valdið því að andlega heilt fólk hafi staðið og mótmælt þar sumar eftir sumar og jafnvel hlekkjað sig við gular og ljótar vinnuvélar og haldið sér þar jafn fast og drukknandi maður um björgunarhring.
Athugasemdir
Ég er alfarið á móti því að fólk fari ekki eftir lögum. En í tilfelli Kárahnjúka þá er næstum að ég skilji það að fólk geri jafn fáránlega hluti og raun bar vitni. En ég gleðst yfir því að þú sért farinn að planleggja ýmislegt sem er gott fyrir heilsuna - að þú skulir ekki fylgja þeim er svo ennþá betra.
Gunnhildur Ólafsdóttir, 7.7.2008 kl. 00:02
Ég hef nú aldrei verið frægur fyrir að gera það sem ég ætla mér að gera. Eða á að gera en mig langar að sjá Kárahnjúka.
Kreppumaður, 7.7.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.