Morðingjaslóð

Annars er hótelið hérna fullt af misdrukknum kennurum frá Englandi sem slaga hér um alla ganga og virðast vera í einhvers konar ævintýraferð til þessarar eyðimerkur.  Þessi hópur minnir mig á fyrstu og einu ,,óvissu" ferðarinnar sem ég fór í meðan ég hafði það að aðalstarfi að kenna unglingum heimspeki.  Það var leiðindaferð á söguslóðir einhverrar gamallar lygasögu sem allir höfðu lesið og sumir svo oft að þeir byrjuðu á tárfella yfir fyrsta snafsinum af tilhlökkun að vera að leggja af stað til að skoða einhvern grasbala þar sem kannski einhver hafði verið höggvinn.  Fyrir utan það að það rigndi þegar lagt var upp í þessa ógæfu ferð, varð konan sem sat hliðina á mér bíl og drykkjuveik og þurfti að fara út til þess að draga að sér hreint loft á klukkutíma fresti.  Gerðust svo allir drukknir, bæði af veigum og því að rifja upp línur óþekkt sögumanns sem hafði setið í fjósi á 13. öld og í stað þess að blogga, logið upp á sveitunga sína, morðum, framhjáhöldum, óeðli, íkveikjusýki og öllu því sem mönnum sem sitja í skjóli jökla og hafa ekkert þarfara við tíma sinn að gera, fabúlera á skinn.  Þetta þóttu þáverandi samkennurum mínum vera toppurinn á tilverunni.  Að drekka á lygaslóðum.  Mér leiddist heil ósköp þessa ferð enda aldarfjórðungi yngri en næst yngsti ferðalangurinn.  Og mér sýndist að þessir Bretar væru í samskonar ferð.  Því að nokkrir þeirra eru núna úti á túni í mistrinu sem leggst svo oft yfir hérna á kvöldin, drukknir að höggva hvorn annan með ósýnilegum sverðum.  Núna missti einn af sér skóinn um leið og hann datt eftir að hafa verið lagður spjóti í gegnum magann.  Ég er frekar kátur með það að hafa aldrei lifað mig svona mikið inn í gamlar bækur.  Því að ekki mundi ég vilja taka upp á því , þegar austar dregur, að fara að glíma við drauga og reisa mér heiðarbýli og hokra þar í þrjósku minni og svita.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glíma við drauga, reisa heiðarbýli og hokra þar í þrjósku..... hmmm..........

Er ekki viss um að það þurfi að lesa gamlar bækur og lifa sig inn í þær til að lenda á þeim stað.............

Gott að heyra af þér

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Kreppumaður

Ég yrði svo vel geymdur á heiðabýli, helst sem lengst uppi á heiðum.  Svo datt mér í hug - ætli þeim vanti ekki húsvörð á Kárahnjúkum  Ég hef ekkert á móti því að skúra svona sirka milljón fermetra.

Kreppumaður, 7.7.2008 kl. 00:09

3 identicon

Veistu það er ekki slæm hugmynd, margt verra hægt að gera af sér annað en að skúra milljón fermetra.

Já stundum hljómar heiðabýli bara vel.

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Kreppumaður

Held að ég yrði ágætur bóndi ef ég gæti sleppt skepnuhaldi og ræktað eitthvað annað...  Eða orðið bloggbóndi?  Ætli þeir fái styrki? 

Þá gæti ég líka fengið mér duglegan vinnumann og auðsveipa vinnukonu! 

Kreppumaður, 7.7.2008 kl. 00:28

5 identicon

Bloggbóndi, jú ábyggilega hægt að kreista út styrk hjá hinu opinbera (finnst þetta alltaf jafn fáránlegt "hið opinbera" hvaða fyrirbæri er nú það?

Rækta sagðirðu, alltaf gott að rækta sjálfan sig sem mér lest nú til að þú sért í miðjum klíðum við...........

Hvað varðar auðsveipa vinnukonu þá held ég að þær hafi dáið út á íslandi endanlega um síðustu aldamót!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Kreppumaður

Kannski ég byrði bara á því að stofna skóla uppi á heiði fyrir stúlkur sem vilja komast að í sveit hjá vel stöndugum bóndakurfum.  Það yrði fámennur skóli og lítið hjá mér að gera.  Sem væri fínt.  Ef ég fengi styrki til þess að draga fram lífið.

Annars finnst mér sjálfsræktunin ekki ganga sem skildi, fer bara aftur á bak.  Sveitin magnar upp í mér allt sem ég þoli ekki í fari sjálfs míns.  Næst þegar ég ætla að rækta sjálfan mig, fer ég til Grænlands.  Það hlýtur að duga. 

Kreppumaður, 7.7.2008 kl. 00:42

7 identicon

Það er líklega rétt að lítið yrði að gera og þó, á þessum krepputímum kannski stúlkur á ýmsum aldri tilbúnar í vist hjá stöndugum bændum með örugga innkomu af styrkjum "hins oponbera".

Aftur á bak, einmitt sveitin magnar upp allt sem þú þolir ekki í fari þínu vá frábært tækifæri til að takast á við kallinn og breyta því!

Vondar fréttir þú tekur þig líka með til Grænlands.........

En kannski ertu bara flottur eins og þú ert!!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 00:51

8 Smámynd: Kreppumaður

Ég var alltaf að vona að ef ég væri nógu lengi á einhverjum stað utan hundraðogeins þá mundi ég bara breyta um persónuleika?  Helvíti vont að uppgötva það að svo er ekki.  En ég ætla mér að klára þessa ferð sem ég er lagður af stað í.  Og helst hafa hana sem lengsta.  Reykvíkingar kvílast þá alla veganna á mér á meðan.

Kreppumaður, 7.7.2008 kl. 00:55

9 identicon

Persónuleika og persónuleika, hver er sinnar gæfu smiður eins og þar stendur !

Fæ ekki betur séð/lesið að þú sért ágætur maður, ófullkominn eins og við hin. Efast ekki um að þú hafir gott af ferðinni og að hún muni breyta einhverju þó þú komir ekki auga á það núna á miðju ferðalaginu. Það gerir a.m.k öllum gott að komast úr hundraðogeinum um tíma !

heyrumst seinna, fyrsti dagur í vinnu á morgun, allt of fljótt, þarf víst að sofa eitthvað til að halda höfði og "standa mig"

kveðja og góða nótt

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 01:04

10 Smámynd: Kreppumaður

Þetta með gæfusmið hef ég aldrei skilið enda  með fádæmum klaufskur þegar kemur að því að gera eitthvað með höndunum. 

En jamm, maður tekur víst ekki eftir breytingunum á meðan á þeim varir, maður sér þær eftir á eða jafnvel alls ekki.   

Kreppumaður, 7.7.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband