9.7.2008 | 01:09
Speed and cocaine
Fór og fann fullann litháa. Hann sat á sínum bjórkút næstum afvelta af vodka og slefaði tóbaki á stéttina. Ég þáði ekki sopa af honum því að mér sýndist eitthvað brúnt vera í flöskunni. Hugsanlega slef. Leitaði að Mark en fann hann hvergi en rakst þess í stað á rauðvínsflösku sem ég keypti. Hefði samt vilja deila henni með félaga mínum og ræða bókmenntir og tónlist og hvað það nú er sem karlmenn ræða um. Þess í stað sit ég hérna einn og sveifla löppunum út um gluggann, inn í þokuna sem ætlar aldrei að hopa upp til fjalla og hlusta á lög sem heita eitthvað eins og speed and cocaine og hangover you og eru þykk og myrk eins og fokking vetrarnótt í desember. Og ef ég væri í Reykjavík væri ég núna eflaust að staulast heim af barnum til þess að vakna illa sofinn og rauðeygður til vinnu á morgunn. Ég er feginn að ég er hérna núna en ekki þar. Hér get ég drukkið og horft á fjöll og látið mér þykja vænt um örfoka land. Á morgunn ætla ég að vekja litháan (hann á frí eftir því sem hann drafaði áðan) og draga hann timbraðan með mér á fjall. Ég hef víst lofað honum því fyrir löngu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.