Sígarettur og Amlóði

Sígarettutegundin mín hefur ekki fengist hérna í nokkra daga svo ég reyki þessar sem framleiddar eru af okkar gömlu nýlenduherrum og ég held að þeir hafi skýrt í höfuðið á sínum frægasta ríkisarfa, þessum með efann; Amlóða. 

Og með hverri sígarettunni sem ég drep í í kaffibollanum (bannað að reykja á hótelinu en ég sit út í glugga sem hægt er að opna upp á gátt) líður mér eins og að ég heyri raddir í draugum eða eigin efa og velti því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að gera eins og Amlóði - gangast geðveikinni endalega á hönd?  Er það kannski bara geðveiki að hafa hætt í fullkomlega ágætri vinnu sem ég réði vel við og þvælast þetta út á land bara af því að mér þótti Reykjavík vera orðin leiðinleg og ég staðnaður og fastur í áralöngum spólförum?  Eða er ég kannski á geðveikisstiginu sem Amlóði gerði sér upp til þess að bjarga lífi sínu? 

Dapurlegt að Skjöldungasaga sem er aðalheimild Saxo Grammaticus er fyrir löngu týnd, hafi hún verið til.  Og einu tengslin sem fólk tengir við Shakespeare, löng og misskemmtileg leikrit sem sýnd voru í denn í sjónvarpinu til þess að koma landanum í hátíðarskap.  Því að blóðhefnd hefur löngum kætt íbúa þessa lands.

Mér finnst þessar dönsku sígarettur tað og ég er orðin leiður á bókum og lygasögum og þessari eilífða þoku og klungri upp á fjöll.  Og í raun og veru öllu sem mér áður þótti skemmtilegt.  Ég er orðið að tuðandi og nöldrandi gamalmenni, langt um aldur fram. 

Ég vildi óska þess að ég væri bara þjóðsaga eins og Amlóði. 

Ég er að hugsa um að finna einhvern til þess að drekka mig fullann með. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei af hverju þarf það endilega að vera geðveiki ?  Breytingar eru góðar, stundum veit maður ekki hvert förinni er heitið en það er í lagi svo lengi sem maður sé að fara eitthvað !  Heyrist þú vara á ferðalagi og þá í fleiri en einum skilningi þessa orðs, keep going og þú endar einhversstaðar-eða ekki :)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 09:27

2 identicon

Geðveiki? Ég hallast á gráa fiðringinn.

Ragga (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hæ Kreppi. Var að koma heim (skýrir athugasemdaleysið) úr smá ferð niður til Cornwall. Borðaði fisk í alla mata auðvitað en kortið var í ganginum þegar ég kom heim. Takk fyrir það. Við eigum eftir að fá okkur merg saman, þótt síðar verði og þá geng ég á jökulinn eftir klaka.

Bestu kveðjur,

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Kreppumaður

Guðbjörg:  Breytingar eru eins og martraðir, ég vil vakna upp af þeim!

Kreppumaður, 11.7.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Kreppumaður

Ragga:  Þá er ég búinn að vera með þann gráa í tíu ár eða meira!

Kreppumaður, 11.7.2008 kl. 20:50

6 Smámynd: Kreppumaður

Svanur:  Sum póstkort send héðan skila sér ekkert.  En ég held að þau sem eigi að skila sér geri það.  Fáum okkur Campari og skálum fyrir Hemingway.  Helst á Cornwall, eru það ekki líka söguslóðir Arthúrusar?

Kreppumaður, 11.7.2008 kl. 20:51

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Tintagel kastali, þar sem Arthur var getinn stendur í norðurströnd Cornwall og þar undir er hellir Merlíns. Allt fyrirtaks staðir til að minnast Ernests og vafasamra málstaða. Komdu fagnandi....

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 21:16

8 identicon

Þú ert eilífðar grár Kreppumaður!

Ragga (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:20

9 Smámynd: Kreppumaður

Ragga: eða svartur.

En er að breytast.  Hægt. 

Kreppumaður, 11.7.2008 kl. 21:24

10 Smámynd: Kreppumaður

Jamm, vafasamir málstaðir, það eru mínar ær og kýr.  Og því vonlausari og heimskulegri sem málstaðurinn er (eins og að sameina Bretland á 5. öld) því meira heillast ég að honum.

Það hefðu fáar bækur verið skrifaðar án vafasamra málstaða. 

Kreppumaður, 11.7.2008 kl. 21:26

11 identicon

Held þú sért með krónískan gráan fiðring. Ekki svartan, kannski dökk gráan.

Ragga (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:07

12 Smámynd: Kreppumaður

Úff hvað það hljómar ótrúlega slæm og ólæknandi sjúkdómsgreining!

En eldist það ekki af manni um svona fimmtugt? 

Kreppumaður, 11.7.2008 kl. 22:12

13 identicon

Nei, krónískur var lykilorðið.

Ragga (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 00:03

14 Smámynd: Kreppumaður

Kannski ég fari bara að sætta mig við örlög mín - að vera miðaldra í drengjalíkama?

Kreppumaður, 12.7.2008 kl. 00:21

15 identicon

Ég þarf líklegast að sætta mig við eitthvað álíka, mínus drengjalíkamann.

Ragga (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 01:00

16 Smámynd: Kreppumaður

Ég ætla ekki að gráta örlög mín, það væri eflaust verra að vera drengur í líkama fimmtugs fituhjassi?  Eða þau að vera sídrukkinn lithái.  Það væri eflaust verst.

Kreppumaður, 12.7.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband