11.7.2008 | 22:01
Loka áfangi dvalarinnar undir jökli
Á morgunn eða eigum við að segja að það verði enn nótt, legg ég á stað í þessa gönguför sem var tilgangur komu minnar hingað. Það er spáð rigningu og kulda og mér finnst það svo viðeigandi í þessari för minni á hæsta hól landsins. Ég er alls óhræddur þótt að mér hafi verið bent á að tveir Þjóðverjar hafi farið þangað í fyrra og sé ennþá ókomnir. Ég veit að mér tekst þetta án vandræða. Ég veit að það eina sem skiptimáli er vilji og að fara varlega.
Í nótt var ég truflaðir í frásögn minni af sérvisku íslenskra rithöfunda (Mark var þolinmóður og áhugasamur hlustandi) við það að litháenski kokkurinn ruddist næstum inn á okkur, haugadrukkinn. Og fór að sýna okkur sár sem hann hlaut í Afganistan meðan hann barðist undir hamar og sigð. Sárið líktist mest botnlangaskurði en hann fullyrti að það væri eftir byssusting. Svo hlunkaði hann sér niður og úr honum allur vindur og hann slefaði einhverju samhengislaust á móðurmáli sínu. Við Mark drösluðum honum fram og fóru svo út og stóðum og horfðum á þokuna og drukkum viskí. Ég sagði honum að ég mundi sakna þessa staðs þegar ég væri farin ná mánudaginn. Hann sagði að hann mundi aldrei geta yfirgefið Ísland oftar. Ég taldi að svo geðveikur væri hann ekki ennþá orðinn af einsemd og íslenskum bókum.
Og nú er að halda sér frá drykkju og fara snemma að sofa því að á morgunn er lokaáfangi dvalarinnar hérna. Svo einn dagur í hvíld og kveðjur og svo eitthvert lengra austur á bóginn. Ég er farinn að hallast að því að ég klári að fara hringinn.
Athugasemdir
Á morgun ætlarðu upp, síðan hvílast og svo áfram austur? Þú hlýtur að hafa komist í brennivínið hjá Litháanum eða þú ert kominn með "hundrað og eina" fóbíu. Og.... hvernig heldurðu að þú verðir í þunna loftinu á morgun? Það gæti endað með því, að þú færir norður og niður. Ha? Og það viljum við ekki.
Bergur Thorberg, 11.7.2008 kl. 22:17
Held að slefið úr Litháanum sé blandað einhverjum ofskynjunarlyfjum. Ég kem ekki í hundraðogeinn fyrr en um miðjan ágúst í fyrstalagi og bara til þess að halda áfram ennþá lengra.
En norður og niður fer ég ekki, hvernig sem fólk hefur reynt að bregða fyrir mig fæti og náttúruöflin geta ekki neitt.
Eða þunna loftið.
Kreppumaður, 11.7.2008 kl. 22:23
Ég varpa öndinni...... léttar.
Bergur Thorberg, 11.7.2008 kl. 22:38
Ég kem óskrámaður til baka en eflaust hundblautur og kaldur. En það er bara skemmtilegra.
Kreppumaður, 11.7.2008 kl. 22:51
Meira bröltið á þér maður, en ágætt að þú takair áframhaldandi hvíld frá hundraðogeinum. Hef það fyrir satt að allt sé þar við það sama, sem sagt ekkert í gangi. En Þú maður....hleypur á fjöll, need I say more!
Bið að heilsa á hæsta hól landsins og sendi þér hér með baráttukveðju!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 00:19
Hef samt á tilfinningunni að frá þessum hól verði fátt að sjá nema neonljósin í hundraðogeinum í gegnum þokuna. Þau munu á endanum seiða mig heim.
Kreppumaður, 12.7.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.