13.7.2008 | 02:16
Saddur lífsdaga
Ég er ekki eins eftir mig og ég hélt eftir þessa ferð á Fjallið. En því miður, hér er nákvæmlega enginn til þess að ræða við. Mér skilst að öll sveitin eins og hún leggur sig hafi haldið á ball í tvöhundruð kílómetra fjarlægð. Þess vegna hringdi ég í vin minn. Hann var fullur á leiðinni á bar og fór eitthvað að tala um konur. Ég nennti ekki að hanga yfir honum í símanum og bað hann um að koma á flakk með mér eða hafa mig afsakaðan þangað til síðar. Hann sagðist aldrei yfirgefa vellaunaða vinnu og rútínubundið líf fyrir ferðalag um auðnir þessa lands. Ég skildi hann vel.
Fór niður og keypti mér verstu rauðvínsflöskuna á barnum. Rétt rúmur sólahringur eftir hérna og þá held ég á Djúpavog. Ætla að fara þangað gangandi og á puttanum. Fer eftir því hvernig viðrar.
Fékk þá hugmynd að ég ætti að reyna að ráða mig á sjó eða á bát eða í fisk Gera eitthvað sem reynir á líkamann og jafn mikið á andlegu hliðina en er aðeins of aumur í skrokknum og þreyttur núna til þess að nenna að hugsa það mál til enda. Ég hef líka velt því fyrir mér að leiga mér herbergi eða eitthvað álíka í einhverju plássinu og sjá hvernig það leggst í mig? Helst einhverju með undir fimmhundruð íbúum. Það gæti verið áhugavert að sjá hvernig mannlíf ég kynni að rekast á þar? Eða hvort ég mundi yfirleitt rekast á eitthvað þar nema mávana niður á höfn? En svo er líka partur af mér sem finnst að ég ætti að lesa atvinnuauglýsingar og senda út CV og hætta þessu rugli og vitleysu og reyna að skapa mér einhverskonar líf?
Æji, mér leiðist allt núna. Skildi mér vera farið að leiðast það að lifa?
Athugasemdir
Þú ert þá líklega ekki vaknaður núna, en á öllu heyrist mér þú ennþá vera að glíma við tilvistarkreppuna ógurlegu. Það er líklega ekki af tilefnislausu að þú kallar þig Kreppumann-eða hvað?
Finnst bara fín hugmynd að þú setjist að í litlu plássi og hannir einhverja jákvæða atburðarrás þar!
Senda CV hvert?
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 10:25
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 10:54
Fyndu herbergið, það hljómar svo spennandi.
Ragga (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:45
Guðmundur: Lífsbatteríið er hálft í dag og ferðahugur í mér. Ég mun spjara mig.
Ragga: Einmitt, herbergi eða sumarhús er draumurinn núna! Helst sumarhús en ég er nú ekki of bjartsýnn.
Kreppumaður, 13.7.2008 kl. 21:46
Guðbjörg: Kreppan hefur alltaf verið til staðar. Stundum bölva ég þessu heila mínum fyrir að flækjast fyrir mér.
CV-ið fer alla veganna ekki í velferðarkerfið eða tengdar stofnanir. Af þeim vil ég ekkert vita um hríð.
Kreppumaður, 13.7.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.