13.7.2008 | 22:22
Ég er hættur að vera til
Magnað að það skuli sjást í heiðan himinn og sól þegar ég er að fara héðan. Ef ég mundi trúa á tilviljanir eða himnesk tákn, mundi ég halda á regnið og þokan færu á undan mér til þess að vara óviðbúna við komu minni. En ég trúi ekki á neitt slíkt, ég trúi ekki á það að ég sé öðrum til óheilla.
Hlakka til þess að halda af stað á morgunn,þótt að ég hafi svo sem ekki grun um hvert ég fer. Enda skiptir það svo sem ekki neinu. Aðal atriðið er að vera á ferðinni.
Furðulegt samt hvað fólk er hætt að senda mér maila, hringja í mig og allt það sem tilheyrir því að búa í borg og eiga vini og fjölskyldu. Núna hringir síminn í mestalagi einu sinni á dag! Mailboxið yfirleitt tómt, fyrir utan það að háskólinn sendir mér af eldgömlum vana einhver funda og ráðstefnuboð. Sem auðvitað fara öll í ruslatunnuna.
Það er eins og maður hætti að vera til, hætti að skipta máli ef maður heldur út á land og er þar í einhvern tíma.
Athugasemdir
Það þýðir ekkert að væla við okkur sem ekki erum með meilið þitt og þaðan af síður símanúmerið og myndum ekki þekkja þig, þó við myndum detta um þig í miðborginni. En ef eitthvað af þessu væri til staðar, myndum við ekki skilja þig eftir kveðjulausan í kulda og trekki og blindaþoku. Góða ferð til somewhere. Þú ert örugglega engum til óheilla. kv.
Bergur Thorberg, 13.7.2008 kl. 22:38
Það er rétt Bergur, ég er algjörlega ósýnilegur og fullt af fólki hefur eflaust hnotið um mig án þess að vita hver ég er, þegar ég hef lagt mig í hin og þessi skúmaskot við Bargötuna miklu í Rvk. Enda var ég svo sem ekki að kvarta yfir ykkur sem styðjið mig til góðra verka á hverjum degi.
Kreppumaður, 13.7.2008 kl. 22:48
Já kallinn minn, gleymdur ertu!
En spáðu samt í hvað það verður þá gott að koma aftur og enginn man neitt......... bíður upp á óendanlega möguleika á hönnun atburðarása!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:17
Ó hvað það verður ljúft þegar að því kemur að ég verð fænalí í Reykjavík. Ég verð eins og bóndakurfur í kaupstað í fyrsta sinn á ævinni. Og eflaust klæddur í eldgamla og gleymda tísku!
Kreppumaður, 13.7.2008 kl. 23:34
Nei......ertu ekki alltaf í tísku, algerlega klassískur eða það hélt ég!
Hvar er sjálfsöryggið maður, er þessi kreppa alvarlegri en ég hélt?
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:38
Sjálfsöryggið var grafið í snjó á fjöllum!
Kreppumaður, 14.7.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.