Regnboginn minn...

... sem ég er alltaf að elta.  Verð kominn þangað von bráðar.  Og hann þá eflaust horfinn.  Þannig gengur þetta víst fyrir sig.
 
Held samt að ég muni ná að standa undir honum fljótlega.  Finn það á mér einmitt núna, þegar sólin er að hverfa bakvið fjöllin og er hætt að speglast í sjónum.

mbl.is Regnbogi við Fáskrúðsfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Bifröstin mun bera þig til himinsins. Og þú munt svífa í litrofi.

Bergur Thorberg, 16.7.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ekki Örvænta Kreppumaður..

Framtíðin er Björt og litskrúðug eins og Regnboginn ... Verst að þessi helvítis regnbogi er og verður alltaf í framtíðinni. Það er skiptir REYNDAR engu hvað þessi framtíð sé björt ef nútíðinn er uppblásin af regni af eilífðarmótvindi .

Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Kreppumaður

Bergur:  Ég held að þú sért núna að rugla mér saman við karakter úr Biblíunni, þeir voru stundum hafðir upp til skýja vegna gæsku sinnar.  OG líka ef ég man rétt, einhver gaur í Megasarlagi!

Kreppumaður, 16.7.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Kreppumaður

Brynjar:  Veit ekki ennþá um neinn sem hefur staðið undir regnboganum. Og ég verð eflaust ekki sá fyrsti til að afreka það.  En það má lengi reyna!

Kreppumaður, 16.7.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband