17.7.2008 | 03:06
Að látast
Aðfaranótt mánudags vaknaði ég upp við að síminn hringdi um fjögurleitið og rödd sagði svo langt í burtu: Veistu að alltaf þegar ég hlusta á þetta lag, hugsa ég um þig?
Svo var símtólið lagt upp að hátalara og ég gat heyrt lagið sem olli því að einhver svo langt í burtu hafði hugann drukkin við mig.
,, Og veistu, núna ertu eina manneskjan í heiminum sem ég mundi vilja að væri hjá mér!"
Og þegar samtalinu lauk var ég mjög ánægður að jafnvel þótt að ég sé svo fjarri, sé ég sumum svo nærri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.