18.7.2008 | 01:14
Tunglið
Tunglið er núna eldrautt yfir hafinu og svo stórt að það er eins og það stefni hraðbyri til jarðar. Ég vona að það lendi ekki á mér því að ég þarf að vakna snemma á morgunn til þess að hossast á vit óminnis með Flytjanda.
En núna ætla ég að gleyma mér við það að horfa á tunglið yfir nýslegnum túnum, hvernig það eins og hangir yfir heyrúllum og baðar landið í dularfullri birtu.
Athugasemdir
Ætla að kvitta einu sinni....skemmti mér alltaf svo vel yfir lestrinum
Hólmdís Hjartardóttir, 18.7.2008 kl. 01:48
Þú ættir frekar að taka þér far með mánafleyinu rauða í stað þess að láta hrista úr þér nýrun með Flytjanda. Alltaf fundist risasykurpúðarnir skemma stemmninguna í sveitinni. Sakna sátanna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.7.2008 kl. 08:22
Hemingway hefði farið með rauðakrossinum!
Kreppumaður, 19.7.2008 kl. 04:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.