Bónorð

Ung:
 
segjum (29 ára) gömul myndlistarkona bað mín í nótt.
 
En hún hefur fylgt mér í nokkurn tíma; undanfarið...
 
Ég er að hugsa um að taka bónorðinu:
 
Hún er það klár.  Það falleg.  Það dökkhærð.  Það brúneygð.  Það hávaxin. Það kúl.... 
 
(Æji: ég er ekki besti maður til að giftast: 
 
en þegar ég horfi á hana sofa núna:  þá veit ég að engin stúlka er fegurri en hún með augun lokuð, með augun lokuð.  Svo dökk.):

ég ætti að sofa. mig ætti að dreyma...

Ég ætti að snerta hár hennar.  Ég ætti að vakna upp á morgunn með hana í faðminum ...

Æji: ég er Mortensen í bók eftir Heinessen og steypi mér af húsþaki vegna konu!
 
Hún er fegurri en allt sem ég hef áður litið:
 
Ég er sæng hennar, ský og máni í nótt...
 
Í nótt.  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja hér á alveg að drepa mann svona snemma morguns, gifta þig-gætir gert margt verra! Segðu svo að landsbyggðin hafi ekki góð áhrif á þig!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 09:38

2 identicon

Taktu bónorðinu og til hamingju.

Ragga (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Kreppumaður

Hjónabönd hafa ekki hjálpað mér mikið hingað til (og hún hlær að mér núna) ég vona að þetta verði betra en öll hin.... Eða þannig...

Allt er betra.  Við munum.   Við munum...

Kreppumaður, 20.7.2008 kl. 04:21

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Varúð, mundu eftir þrestinum í kúadellunni eftir að hann hafði etið sig mettan af spægipylsunni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.7.2008 kl. 07:49

5 Smámynd: Kreppumaður

Ég er á kafi í mykju hvort eð er!

Kreppumaður, 22.7.2008 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband