Að flytja

Ég ætlaði að blogga um það hvernig það var þegar ég og þessi stúlka hittumst fyrir tíu árum í fyrsta skipti og hún sagðist vera tuttugu og tveggja ára svo ég tæki mark á henni.  Ég ætlaði að blogga um það en sumt sem gerist í þessu lífi er þannig að það er ekki hægt að skrifa um það. 

Ég ætlaði líka að blogga um það þegar við svo hittumst fyrir fimm árum og hvernig það allt endaði.  En ég hef ekki orku í það.  Ég hef ekki orku í það að hugsa og skrifa um sjálfan mig og mín afglöp lengur.

Eða hversvegna fólk getur komið og farið inn og út út lífi annarra, án þess virkilega að hverfa úr því.  En það skiptir ekki máli. 

Það er rigning og ég þarf að fara til Reykjavíkur.  Og pakka því niður sem ég vil hafa með mér.  Ég hef ekki lengur neitt val.  Ekki nema um það hvort ég vilji verða eftir og bíða kannski í önnur fimm ár eða tíu eða koma með.

Ég fer með.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband