22.7.2008 | 05:12
Og?
Skýin eru að falla ofaní hafið. Grá og dökk, ofan í það bláa. Og ég get ekki sofið. Ég þarf að flytja bráðum og ég þarf að efna loforð sem ég gaf fyrir svo mörgum árum eða: ef þú fylgir mér ekki núna, þá er áratuga vinátta og ást farin til fjandans!
Hvers virði er það? Hversvegna get ég ekki bara hvílt í örmum hennar?
Hversvegna eru hamrarnir hérna sem rísa úr sæ hærri en annarstaðar? Hversvegna þarf ég að fara aftur til Reykjavíkur og þaðan til borgar (sem ég hef verið í áður) í þýskalandi sem ég hata? (Verð þó nærri systur minni, það er bót), hversvegna geng ég ekki bara upp á einn hamarinn og steypi mér í hafið?
Þannig væri gott að enda allt!
Ég er að drekka smirnoff. Ég hata þann drykk. Ég er svo hræddur við austur Evrópu.
Ég er hræddur við allt.
Aðallega sjálfan mig.
Athugasemdir
Sæll Kreppumaður. Ég undra mig mest á því að þú hafir ekki lokað fyrir athugasemdir við þessa færslu. Hvað á maður að segja? Ég hef þekkt fólk sem gengið hefur fyrir hamra og skilið eftir sig slitna skóna. Þeir (skórnir) komu engum að gangi. Eitt enn, elskandi armar eru ekki til að hvílast í, heldur til að benda...
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.7.2008 kl. 12:05
Hræðslupúki
Hættu þessu voli og skrifaðu frekar tilfinningarúnksfærslu. Þú ert svo hrifinn af þeim :)
Heiða B. Heiðars, 22.7.2008 kl. 17:47
Takk fyrir að skilja mig!
Kreppumaður, 25.7.2008 kl. 02:18
Og Heiða - takk fyrir ábendinguna! Pfff... þér verður boðið að sitja heima næst þegar ég held matarboð - í Dresden!
Kreppumaður, 25.7.2008 kl. 03:04
Svanur: Þórbergur á slitnum skóm gafst upp við að drekkja sér. Ég er ekki betri en hann. Svo ég lifi, fáum til góðs, tveimur til skemmtunar!
Kreppumaður, 25.7.2008 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.