Nú verður fleygt í mig skópari

Fékk mail frá systir minni á föstudaginn þar sem hún skrifaði að þjóðverjinn sem ólmur vildi gera hana að móðir barna sinna og leiða hana eftir kirkjugólfi í fallegum kjól, hefði sparkað henni út og hún væri vegalaus í Berlín.  Það er ekki nóg með að stúlkan sé kvenkynsútgáfan af mér í útliti og hegðun, þá virðist hún líka hafa lánleysiíástum-genið sem fjölskyldan okkar er að verða fræg fyrir.  En það gen er reyndar dálítið heimtilbúið vegna þess að við erum bölsýn,döpur, drykkfeld, tilfinningalega heft og eigum auðvelt með að særa fólk með því einu að líta á það.  Og í stað þess að yfirvöld hafi látið brennimerkja okkur á enninu (sem þau hefðu gert á 17.öld svo dæmi sé tekið) eða látið drekkja okkur fyrir hórdóm, þá fáum við að valsa um vinnandi á sakleysingjum tjón.
 
Nú á ég reyndar von á því að í mig verði fleygt svona eins og pari af skóm ef stúlkan mín lítur upp úr blöðunum og fer í tölvuna og les þar á þessu bloggi hvað ég er mikið gæða mannsefni en ég á það alveg skilið.  Jafnvel að það yrði fleygt í mig öðru skópari sem fyrirbyggjandi aðgerð svo ég haldi mig á mottunni í nokkra daga.     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velti því fyrir mér, ætli við séum skyld? Finn samt hvergi í skrám neitt um þessa Kreppu - ætt ..........

Þú átt nú örugglega skilið eins og nokkur skópör í hausinn á þér........

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Kreppumaður

Er kominn með kúlu á hnakkann eftir pinna hæl sem lenti á mér.  Ég átti það skilið og líka sníðaskærin sem eru föst í lærunum á mér...  En ég hef svo sem ekki gert þessari konu neitt - ennþá - en hún er bara að refsa mér fyrir hönd kynsystra sinna.

Mikið er það nú góð hugmynd að taka upp eftirnafnið Kreppa!  Pæli í því. 

Kreppumaður, 28.9.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband