30.9.2008 | 10:43
Hér er ekkert atvinnuleysi!
Kreppan sem ný hefur riðið yfir þessa aumu þjóð sem stendur í vegabréfinu mínu að ég tilheyri, mun valda þvílíku atvinnuleysi og samdrætti að annað eins hefur ekki séð síðan fyrir síðari heimsslag. Sem minnir mig á það þegar ég var sóttur í Skaftafell í sumar og ekið með mig á Höfn þar sem hár mitt skildi verða skorið. Þar fórum við á þrjár hárgreiðslustofur og allt var upp pantað og enga klippingu að fá. Enduðum þó á því að finna gamaldags hárskera í skúr við bensínstöð, þar sem innréttingar og hárskerinn sjálfur voru ennþá í tísku sjötta áratugarins. Hann hallaði sér upp að stólnum með gufuna í botni þegar við komum inn og sagði að það væri lítið mál að rýja mig. Þegar ég var sestur í stólinn kom inn eldri maður og leit í kringum sig, sá að rakarinn var að klippa og (eins og það leit út fyrir) að verðandi frú Kreppa bið eftir þjónustu líka. Þá hrökk uppúr komu manni: það er ekkert atvinnuleysi hér! Rakarinn snéri sér við, brosandi og svaraði: þú verður að koma aftur á morgunn, ég er upptekinn! Svona nægjusemi er það sem koma skal á næstu árum. Vera hamingjusamur ef einhverja vinnu er að fá og ekki reyna að græða of mikið sama dag. Treina sér vinnuna og aurinn. Enda hef ég aldrei borgað jafn lítið fyrir klippingu og þarna á höfn, tvöþúsund kall. Læt sama mann klippa mig aftur ef ég á þar leið hjá. Hann er örugglega sá eini á Íslandi sem mun lifa þessa kreppu af...
![]() |
Erfiðir gjalddagar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já maður veit ekki hverju fólk bjóst við, áframhaldandi endalaust flæði af ódýru lánsfé, innflutningi umfram útflutningi og svo framvegis.
Samanburður á Íslandi og ESB
Atvinnuleysi 1% - 7,6%
Verðbólga 13%- 3,6%
Verg landsframleiðsla 2007 38,800 - 32,300Hagvöxtur frá 95-07 er að meðaltali 4% á íslandi en hér má sjá ESB:
Það vita allir að það er mjög auðvelt að hafa enga verðbólgu ef það er engin vinna, kallast Phillips curve:
http://cepa.newschool.edu/het/essays/keynes/image/figure12.gif
Á að gera 6% þjóðarinnar atvinnulausa til að minnka eftirspurn og verðhækkanir og launahækkanir. Er eitthver skynsemi í því?
Ef menn vilja lækka vöruverð þá er um að gera að hætta með tolla og lækka neysluskatta. Það er ákvörðun Alþingis nú, ef við förum í EU þá getum við ekki haft tolla gagnvart ESB en við erum líka tilneydd að vera með tolla gagnvart öllum öðrum = áframhaldandi viðskiptastríð gagnvart þriðja heiminum.
Ef menn vilja stöðugri gjaldmiðil til að geta viðhalda endalausum innflutningi umfram útflutningi þá virkar það ekki svoleiðis.
Þó að við fáum Evru þá er sér verðbólga í hverju landi, verðbólga er líka mismunandi milli borga og munur á borg og sveit jafnvel. En verðbólgan minnkar hugsanlega vegna þess að halla ríkisins með stóriðjuframkvæmdum fyrirtækja þess má mest vera 4,6% af landsframleiðslu það væri 59,8milljarðar og þar af leiðandi hefi ESB tekið ísland á teppið og gefið sekt fyrir hallarekstur 2007 vegna Kárahnjúkavirkjun
Johnny Bravo, 30.9.2008 kl. 11:41
Jahérna! Þetta var lærður pistill um stutta færslu um rakara! Ertu að copy/paste þessari vitleysu á allar bloggsíður eða er þér bara svona illa við mig?
Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 11:43
Held að honum sé bara svona illa við þig!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:38
Þetta er meinhorn!
Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.