30.9.2008 | 10:48
Lesbíuklám
Auðvitað hafa allir flugumferðarstjórar verið á fullu að horfa á lesbíur í sleik eða að lesa ljóð eftir Saffó langt fram eftir nóttu og gleymt að stilla vekjaraklukkuna. Og einnig hef ég það á tilfinningunni að flugvélarnar tvær sem hringsóluðu í háloftunum á meðan hafi verið fullar af karluglum með höfuðið fullt af órum um samkynhneigðarkonur sem þar halda að vaxi örugglega á trjánum á þessari eyju og skottist út um alla velli, tilbúnar að gleðja útbelgda ferðamenn með einhverjum ókeypis dónasýningum. Las það reyndar einhverstaðar fyrir löngu að íbúar Lesbos væru langþreyttir á því að búa á eyju sem samkynhneigðar konur kenna sig við og öllum þeim misskilningi sem því veldur. Mér væri þó nákvæmlega sama þótt að skipt yrði um nafn á Íslandi og það kallað hommasker. Ég held að ég mundi ekkert skammast mín meira fyrir vikið.
![]() |
Hringsóluðu yfir Lesbos meðan flugumferðarstjórinn svaf |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Athugasemdir
Aldrei hefi ég öfundað japanska hershöfðingjann Masaharu Homma, hvorki af nafni né lífsörlögum, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:39
Gaman að sjá þig aftur Guðmundur. Man eftir Homma. Hann var feitur lítill karl. Meira að segja útlitið var ekki ósvipað eina hommanum í Little Britain, honum Daffyd!
Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 12:46
hEhE - hef komið til Lesbos og sá ekki eina einustu lessu eða homma þar - en mikið ROSALEGA var gaman þarna og fallegt - sælar ljúfjar minningar
Imba sæta (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 14:16
Svo kann ég líka rosalega vel við kynninguna á þér Kreppumaður "Höfundur er idíót" - gott að maður getur hlegið hressilega á þessum krepputímum...
Imba sæta (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 14:19
Hef aldrei komið til Grikklands og er ekki á leiðinni þangað, alla veganna svo ég viti til? Það að ég sé idjót er staðreynd á við þá að sólin komu upp. Vorkenni reyndar alltaf þeim sem þurfa að umbera mig í daglegu lífi, það er mun meira þreytandi en að lesa bloggið mitt.
Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.