Langur dagur

Ég ætlaði að fara að laumast á barinn og fá mér hádegisdrykk og röfla við norska barþjóninn ef hann væri að vinna (yfirleitt úthúða ég honum fyrir þjóðerni hans en gleymi því að ég er sjálfur að fjórðungi ættaður þaðan) þegar verðandi frú Kreppa henti í mig penna og spurði mig hvert ég væri að fara að sniglast?  Ég sagðist ætla að fá mér drykk en fékk ,,ó nei góði minn, þú ferð ekki neitt!"  augnaráð og skipun um að verða að einhverju gagni.  Það væri nóg sem ég gæti gert.  Hægt væri að skúra, þrífa eldhússkápa eða þvo þvott ef mér leiddist.  Á barinn hefði ég ekkert að gera svona snemma dags.  Ef ég vildi komast út, mundi hún skrifa fyrir mig innkaupalist og senda mig í næsta stórmarkað að kaupa grænmeti og brauð en alls ekki tuttugu flöskur af rauðvíni.  Eftir þennan lestur skreið ég niðurlútur í mitt skjól bakvið tölvuna, fullviss um að þetta verður langur og erfiður dagur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég væri til í hádegisdrykk og meir að segja á rauðvín hér í rýminu mínu í skólanum en þar sem ég er á fullu að mála þá er það kannski ekki svo sniðug hugmynd.

Ragga (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Kreppumaður

Veit það nú ekki?  Þekki marga sem einmitt finnst gott að skissa eða mála yfir glasi eða tveimur en meira má það ekki verða held ég því að þá getur það haft áhrif á fínhreyfingarnar...  Ég mundi nú bara fá mér eitt glas.

Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 12:31

3 identicon

Já ég skissa og geri allan fjandann þótt ég hafi smakkað það en nú er ég í svo fíngerðu málverki að ég held ég sleppi rauðvíninu í bili.

Ragga (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:40

4 Smámynd: Kreppumaður

Opnaðu flöskuna og leyfðu henni að anda... lyktin ein mun veita innblástur!

Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 12:45

5 identicon

Flösku? Iss ég er með belju takk fyrir.

Ragga (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:10

6 Smámynd: Kreppumaður

Þar kom það!  Ég er rokinn niður í búð að kaupa mér allt það rauðvín sem ég get borið heim!!!

Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 15:28

7 identicon

Skál!

Ragga (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 16:20

8 Smámynd: Kreppumaður

Tek undir það eftir klukkutíma!

Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 16:27

9 identicon

Ég get reyndar ekki sagt að ég sé að skála, beljan er ósnert enda ég enn við strigann!

Ragga (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:32

10 Smámynd: Kreppumaður

Ég er líka allsgáður ennþá...  Þótt ótrúlegt megi vera enda sinni ég aðstoð við saumaskap á milli bloggfærslna.

Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband