30.9.2008 | 17:36
Aspargerheilkennið brýst út í bloggi
Ég er með vott af Aspargerheilkenninu, það er staðreynd sem mér verður alltaf betur og betur ljós. Mig skortir hæfni til félagslegra samskipta nema þá helst í gegnum mail, blogg og msn, þótt að ég efist um að ég sé hæfur á þeim vettvangi líka. Ég á fullt af sérkennilegum áhugamálum og haf átt í gegnum tíðina sem fáir eða engir skilja eða geta deilt með mér. Þá festist ég í áráttum eins og að vera sískrifandi og sídrekkandi. Reyndar held ég að málfarið hjá mér sé ekki sérkennilegt en ritstíllinn er það, svo enn eitt sem kemur heim og saman við heilkennið. Líkamstjáning mín er sérstök, ég festist oft í einhverjum sérkennilegum kækjum eins og að hneigja mig djúpt fyrir öllum sem ég mæti. Þá hef ég furðulegt göngulag. En verst eru þráhyggjunnar og árátturnar. Eins og þetta blogg. Nú er ég gjörsamlega fastur á því (eins og svo margir) verðandi frú Kreppu til ama því að henni finnst að ég eigi að sinna öðrum og meira uppbyggjandi störfum en að tjá mig um dægurmál, og sé ekki fram á að losna héðan. Eflaust endar það með því að það verður læst á mig fyrir dónaskap eða ég birtist sem álitsgjafi í Silfri Egils, sem er mjög slæmt fyrir mann með takmarkað samskiptahæfni. ég ætti það til að bora í nefið eða klóra mér í klofinu í beinni útsendingu þegar ég yrði spurður um hvort ég héldi að Landsbankinn mundi kaupa Glitni. Ég er að hugsa um að snúa mér að myntsöfnun og rauðvínsdrykkju - alfarið!
Athugasemdir
Álitsgjafi í Silfrinu....he he ! Þú værir nú varla málhaltari en flestir þeirra sem þar mæta með misgóðan og gáfulegan talanda, en í versta falli þá fengjum við pöpulinn eitthvað að horfa á !
Asberger segirðu, já ætli þetta sé ættgengt?
Verðandi frú Kreppa á ekki sjö dagana sæla eða hvað........
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:30
Verðandi frú Kreppa er mjög þolinmóð gagnvart mér og fötlun minni en sennilega mundi hún vilja að ég kæmist að í Silfrinu svo ég færi til Íslands reglulega og hætti að hang rallandi fullur yfir henni alla daga, nöldrandi og tuðandi eða að fræða hana um hversu mörg stig Tottenham hefur fengið frá upphafi sem knattspyrnulið en ég er einmitt fullur af svona ónauðsynlegri visku...
Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 18:51
þá er bara að koma þér að í Silfrinu, haltu áfram að tjá þig um ástand efnahagsmála og hvað þetta heitir nú allt saman...........
Verð að segja að ég hef smá samúð með verðandi frú Kreppu að þurfa að hlusta á allt um Tottenham, en er nú nokkurn vegin viss um að hún er löngu hætt að heyra það....
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:35
Hún heyrir ekki neitt þegar ég opna munninn. Löngu hætt að ansa mér en hendir stundum í mig penna þegar ég hætti ekki að tuða en annars má ég þakka fyrir að vara umborinn.
Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 20:45
Hið fullkomna par.......:)
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:54
Ó já, hún bætir mig upp og ég dreg hana niður...
Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.