30.9.2008 | 21:47
Dæmigert kvöld
Verðandi frú Kreppa veitti mér þann heiður að aðstoða mig við eldamennskuna í kvöld og meira að segja sitja til borðs með mér á meðan við borðuðum. Í spilaranum var eitthvað óperugaul, kertaljós sem hafa þann eiginleika að gera verðandi frú Kreppu enn fallegri, rauðvín og skinka og pasta, allt mjög Ítalskt eitthvað...
Núna er hún enn og aftur farin að sinna sinni iðju með rauðvínsglasið fyrir framan sig og búin að festa hárið í hnút með penna og ég sit hérna og spjalla við unglinginn minn á msn og blogga og hlusta á feita Pavarotti gaula Nesum dorma... Kannski ég fari og horfi á Guðföðurinn með Ítölskutali eða í klippingu og láti skjóta mig í tætlur meðan ég sit í rakarastólnum? Eða bjóði mig fram sem páfa en til þess þarf ég að verða kardináli er hægt að kaupa þannig titil einhverstaðar?
Athugasemdir
Hlýtur að vera hægt að fá kardinála tiltil fyrir lítið verð....... að vera Páfi er ábyggilega ágætis innivinna, ekki verra en hvað annað.
kveðja af klakanum, sem verður varla meir.....
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:27
Sem verður varla meir? Er Ísland sokkið?
Æji, nenni ekki að aulast í vinnu þar sem ég þarf að vera hvítklæddur.
Kreppumaður, 1.10.2008 kl. 11:33
Nei það er satt, hvítt klæðir þig ekki!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:38
Hélt ekki.
Kreppumaður, 1.10.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.