Borgað með bíl

Vinur minn send mér í pósti link á einhverja bílasölusíðu þar sem auglýstur var sportbíll og með honum 350þúsund kall ef einhver áhugasamur væri til í að yfirtaka lánin á bílnum.  En þau höfðu verið 2,1 milljón í vor en voru komin yfir 2,8 milljón þegar druslan var auglýst.  Greiðslubyrgði rúmlega 60þúsund kall á mánuði.  Ég verð að viðurkenna að ég brosti aðeins yfir þessu og vorkenndi ekki neitt eiganda bílsins sem hafði keypt hann í blússandi góðæri og uppsveiflu en svo ekki ráðið við afborganirnar þegar krónan fór að hrapa.  Og greyp nú til þess örþrifaráðs að borga í reiðufé, góð mánaðarlaun til þess að losna úr skuldasúpunni.  Sjálfur hef ég alltaf verið einn af þessum mönnum sem kýs að eiga ekki bíl (fyrir utan þegar ég hef þurft þess einhvers starfs vegna) og fara gangandi allra minna ferða eða í leigubíl en verðandi frú Kreppa er týpa sem vill eiga bíla og helst sem stærsta og dýrasta.  Þess vegna er gott að hún sá ekki þessa auglýsingu því að þá hefði hún eflaust viljað eiga bíl uppi á Íslandi (sem ekki mundi nýtast mikið hér) bara til þess að fá þessa meðgjöf sem hefði eflaust orðið eyrnamerkt kjóla og skókaupum.  Best að eyða svona ruslpósti strax.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég keyri ekki, hef aldrei gert og ég kann ágætlega við það.

Ragga (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Kreppumaður

Enda bara vesen að eiga einhvern skrjóð.  Kostar viðhald og tryggingar og þeim peningum er betur varið í rauðvín.

Kreppumaður, 1.10.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband