Best að koma ekkert aftur

Ótíðindin ríða yfir mann eins og brotsjór frá þessu skeri þar sem allt virðist vera að fara til fjandans!  Áfengi og tóbak að hækka og hálf þjóðin á leiðinni á vergang ef marka má fjölmiðla.  Svo fólk getur ekki einu sinni drukkið sig í gegnum kreppuna.  Heldur þarf að þreyja þorrann og góuna edrú og reyklaust og pirrað af fráhvarfseinkennum.  Allt á nauðungaruppboðum og brunaútsölum og ekki aur eftir til þess að sljóvga sig í verstu hremmingunum.  Ég get ekki séð að það sé neinn tilgangur með því að snúa til baka.  Best væri ef sem flestir tækju sig upp og yfirgæfu landið sem er farið að minna á sökkvandi skip, komist þeir í bátana.  Best að fara út og kaupa vín sem er svo ódýrt að það tekur því varla að fleygja í afgreiðslukonuna þessu klinki sem það er verðlagt á.

mbl.is Áfengisgjald hækki um 11,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Muna að slökkva ljósin sá sem fer síðast út

Einar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:24

2 identicon

Þetta þýðir einfaldlega meira brugg.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:28

3 identicon

Nú er ég þunglynd.

Ragga (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:20

4 identicon

Rólegur, þú bloggar svo hratt að ég hef ekki undan að lesa, heldurðu kannski að ég hafi ekkert annað að gera :)

Nei þú ferð ekki að koma heim núna........veistu hvað rauðvínið kostar? Öhh ekki ég heldur, anyway..........

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: Kreppumaður

Meira brugg?  Brugg er ódrekkandi!

Ragga:  ráð við þunglyndi - meira áfengi!

Guðbjörg:  Hef ofboðslega lítið við að vera í augnablikinu annað en að drekka, blogga og vera ekki fyrir... 

Kreppumaður, 1.10.2008 kl. 18:23

6 identicon

Allt í lagi, hraðlestrarnámskeiðið um árið kemur þá að góðum notum - ég vissi það að ég ætti einhvern tíman eftir að brúka þessa kunnáttu.

spurning hvort þú ert ekki bara með þetta...drekka, blogga og vera ekki fyrir, hljómar a.m.k. í mín eyru eins og eitthvað sem islendingar ættu helst að gera þessa dagana!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 20:53

7 Smámynd: Kreppumaður

Já maður á ekki að láta lítið bera á sér í raunveruleikanum en ríða frekar þökum hér í bloggheimum.  Aðallega vegna þess að mér er farið að leiðast að glápa á marmara og fátt annað um að vera.  Þetta verður langur vetur.

Kreppumaður, 1.10.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Reyndar þýðir meiri drykkja undantekningarlítið meira þunglyndi.

Eins fer áfengisverð erlendis hríðhækkandi þar sem erlendur gjaldeyrir hækkar um mörg prósent á viku nú um mundir. Bráðum verður ódýrara að drekka heima.

Páll Geir Bjarnason, 3.10.2008 kl. 05:32

9 Smámynd: Kreppumaður

Enda drekk ég mest heima!

Kreppumaður, 3.10.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband