1.10.2008 | 22:39
Kindness of strangers
Í lífsleiða mínum eftir kvöldmat dundaði ég mér við að búa til skoðanakönnun hérna á bloggið mitt. Hávísindalega sem ætluð var lesendum til þess að hjálpa mér hvernig ég eigi að verja tíma mínum hér og þreyja kreppusögur sem berast frá Íslandi á tíu mínútna fresti. Ég hef það á tilfinningunni að fleiri og fleiri munu taka upp eftirnafnið Kreppa en þá með því skilyrði að ég verði óumdeilanlegur ættarhöfðingi. En skoðanakönnunin vildi ekki festast inn á þetta blogg mitt. Það var leitt fyrir mig því að ég er orðinn svo mikill vingull að ég get ekki lengur valið á mig föt á morgnanna, það er alfarið komið á ábyrgð verðandi frú Kreppu. Þess vegna hafði ég ætlað mér að reiða mig eins og Blanche á ,,kindness of strangers..."
Hvað á ég að gera af mér?
1. Yfirgefa verðandi frú Kreppu og halda beint á barina í hundraðogeinum - ég hlít að geta gert betur! (Svo situr hún núna og skoðar myndir af ungabörnum á barnalandi.is - það hræðir!)
2. Hætta að drekka og hætta að blogga og halda kjafti og vera hlýðinn og góður.
3. Byrja að drekka uppúr hádegi og blogga við hverja frétt og helst standa í skítkasti við aðra bloggara?
4. Fá mér dagvinnu eins og annað fullorðið fólk!
Aðrir möguleikar verða líka teknir til athugunnar, í það minnsta settir í nefnd!
Athugasemdir
ég kýs # 3 - er vanaföst - vill hafa þig fullann og bloggandi!
Binnan, 2.10.2008 kl. 02:54
Mér lýst vel á fyrsta part #3... Þú ert kominn vel á veg með med annan partinn.
Johnny (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 03:17
Mér hugnast nú helzt þristurinn, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:39
Verðandi frú Kreppa kaus 1. Svo leikar standa 3-1 að ég bloggi. Dásamlegt að vera hvattur áfram við iðjuleysið.
Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 12:29
Kaus verðandi frú Kreppa 1? Vill hún losna við þig heim á barinn - veit hún hvað það kostar?
Ég kýs #3, finnst þú fullkominn eins og þú ert en að vísu þarf ég ekki að búa með þér !
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:42
Hún hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast fyrir utan veggi stofunnar. Og er alveg að gefast upp á vappinu í mér í kringum sig, sítruflandi og tuðandi... En ég hef það á tilfinningunni að henni verði ekki að ósk sinni. Ég er latur að eðlisfari, of latur til þess að framkvæma svo flókna hluti eins og að fara út úr húsi.
Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 14:45
Ég skil.......staðan er flókin...........
Reyndu bara að láta fara lítið fyrir þér og haltu áfram að skrifa!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:10
Er núna í felum undir hrúgu af kjólum.
Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.