Húsið á sléttunni

Nú ætla ég að skammast út í verðandi frú Kreppu sem liggur yfir ebay, kaupandi tuskur og skó en lét framhjá sér fara þessa stóreign sem hefði komið sér vel núna í mesta kreppustorminum.  Það hefði verið hægt að halda þar heimili í anda hússins á sléttunni.  Sest að nýbökuðu brauði og maís og farið með borðbænirnar.  Og grátið.  Verst að við eigum engin börn og sonur minn of mikil gelgja til þess að hjálpa mér að plægja akrana eða vinna í sögunarmyllunni.  Og sennilega hefði hann ekki ekið með okkur hreinn og strokinn, til kirkju á sunnudögum?  En hvað um það, ég hefði verið til í þetta fábrotna og einfalda líf, alla veganna á meðan efnahagsástandið er þannig að peningar verða brátt verðlausir og sá verður talinn ríkur sem á fjóra poka af kartöflum.  Og pund af sméri.

mbl.is Keypti hús á 200 krónur á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

sætt.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 2.10.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Kreppumaður

Mjög svo.  Ótrúlega væmið líka.

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 17:55

3 identicon

Bið að heilsa Láru Ingals!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 19:25

4 Smámynd: Kreppumaður

Get ekki skilað því - hún er í fýlu út í mig og kominn út í haga að valhoppa þar um með fléttur í hárinu, í klædd þessum líka ljóta blómakjól.  En ég skal klappa hundinum fyrir þig!

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 19:30

5 identicon

Thanx!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband