Ný heimstyrjöld í uppsiglingu?

Á Íslandi hefur einu sinni verið mynduð þjóðstjórn og það var á vormánuðum 1939 vegna yfirvofandi átaka í Evrópu.  Nú vissi ég ekki að yfirvofandi væri enn eitt Evrópustríði, hef þó lesið eitthvað um að Rússar séu að berja á frændum sínum í Kákasusfjöllum en að þjóðir heimsins væru að vígbúast, hefur farið alveg fram hjá mér?  Nema að Davíð viti eitthvað sem ég veit ekki, sem er meira en líklegt?  Það er sennilega út af þessu sem Björn hefur alltaf í gegnum tíðina verið að betla á þingi einhverja pappíra um að mega stofna her.  Sennilega eru Danir að vígbúast og vilja losna undan oki okkar en mér skilst að í Danmörku sé ekki eftir eitt fyrirtæki sem ekki er íslenskt.  Ærin ástæða fyrir þá að láta sverfa til stáls og leggja okkur aftur undir sig.  Mér finnst að við eigum að veifa strax hvítum fána og beygja okkur glaðir undir gamalkunnugt danskt vald.  Ástandið á Íslandi mundi bara batna við það!

mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband