2.10.2008 | 18:03
Viðjar vanans
Verðandi frú Kreppa lofaði mér því að hún mundi taka sér frí um helgina og gera eitthvað skemmtilegt með mér. Eitthvað skemmtilegt, spurði ég, hvað gæti það verið? Henni datt strax í hug að við gætum farið á söfn eða kíkt í búðir. Ég sagði að hugmyndir mínar um skemmtun væri ekki að horfa á hana máta milljón skópör. Ef hún vildi skemmta mér gæti hún komið með mér að horfa á Fiorentina spila við Chievo á sunnudaginn, því að mér þætti fátt skemmtilegra en að hoppa sveittur innann um drukkna og bölvandi karlmenn að öskra sig hása. Henni þótt það ekki góð hugmynd til þess að verja sunnudeginum. Eiginlega verri en sú að fara til kirkju. Svo við sættumst á það að fara kannski út í göngutúr og á veitingastað en láta helgina annars bara líða við okkar sýsl, hún að teikna og ég að blogga. Ég elska það að vera fastur í viðjum vanans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.