Kaffikreppa

Þegar ég var yngri þambaði ég kaffi eins persóna í íslenskum sveitarómans.  Ég var svo stífur í drykkjunni að ég varð að vera svartklæddur alla daga til þess að fela kaffiblettina á mér.  Svo þegar ég varð 29 ára gafst maginn upp á þessari misþyrmingu í formi ofsoðin vatns með dufti út í.  En þar sem mikil og skelfileg fráhvörf fylgdu því að reyna að hætta að drekka kaffi, gafst ég upp á því og breytti bara neyslumynstrinu.  Svo að í dag drekk ég öllu jafna ekki meira en tvo bolla af kaffi og aldrei það kaffi sem hægt er að fá á stofnunum eða í bönkum (verði þeir aflögufærir um að gefa kaffi héðan í frá).  Mikilvægasti bollinn er sá fyrsti á daginn sem ég brugga úr nýmöluðum baunum og sýð svo á hellu á eldavélinni í þar til gerðri stálkönnu.  Þó að það kaffi sé talsvert mikið sterkara en sullið sem ég get keypt á kaffihúsum, veldur það mér aldrei svo mikið sem vindgangi.  Hvað þá ólæknandi magabólgum eins og hrjáðu mig á loka metrum þrítugsaldursins.  Reyndar hafi þessi breytta neysla mín á kaffi þau hliðar áhrif að ég jók drykkju mína á öðrum drykkjum sem ég get ekki hitað á eldhúshelli og mundi heldur ekki nenna að brugga í skáp undir súð en það er allt önnur saga...  En hversvegna þessi færsla um það hvort ég drekki kaffi eða ekki eða prumpi ef ég drekk mikið af því?  Jú, ég var að sjá það (þegar ég ætlaði að hella upp á eftir matinn) að það eru bara tvær baunir eftir.  Og allt útlit fyrir að hér sé skollinn á kaffikreppa.  Nema að ég hætti mér út í myrkrið að reyna að finna stað sem selur kaffibaunir?  Ég held að ég sé of mikil gunga til þess?  Ætla að hella rauðvíni í kaffifant og ímynda mér að það sé kaffi.  Nýmalað og rjúkandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Nú skarast leiðir okkar enn einu sinni. Ég sit hér í minni kaffikreppu uppi á Íslandi. Ég gæti samt endanlega losað þig úr þessu kaffisulli, sem þú ert alltaf að láta ofan í þig. Þú skellir þér bara á eitt meðalstórt kaffimálverk (svona 2-3 metra verk). Hefur það fyrir augunum alla daga. Ég get lofað þér því, að þig langar ekki í kaffi á meðan. Kaffi er mun hollara á veggjum en í maga, kæri vin.

Bergur Thorberg, 2.10.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Kreppumaður

Ég var nú búin að senda þér fyrirspurn um stúlkuna í myrkrinu.  Það verk hugnaðist mér.   Stundum sýður á kaffivélinni hjá mér og þá slettir hún nokkrum dropum á vegginn.  En það er nú ekki eftir þig og því alltaf bara þvegið af.  Óttast samt mest að kaffikreppan hafi þau áhrif að ekkert hráefni til listiðju þinnar verði flutt inn til landsins lengur.

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband