Hélt ég væri orðinn frægur

Þegar ég renndi í gegnum fyrirsagnir á bloggum hélt ég andartak að ég væri orðinn frægur. Næstum hver einasta fyrirsögn hefst eða endar á orðinu kreppa.  En því miður, þegar ég fór að lesa betur þennan mýgrút af bloggum, þá fjallaði ekki eitt þeirra um mig.  Ég feldi tvö tár.  ég var að vona að fólk færi að biðla til mín að snúa heim úr útlegð og leiða Ísland inn í betri og bjartari tíma.  Sá fyrir mér múg á Leifsstöð að bíða eftir mér eins og einhverju handboltaliði, veifandi fánum og skakandi spjöld með andlitsmynd af mér!  Og ég stigi út úr vélinni og heilsað með drottningarkveðju eins og forseti en samt ekki valdlaus fígúra, heldur hin upplýsti einvaldur Þjóðarinnar.  En því miður.  Fólk er bara að þusa yfir því að krónan hefur rýrnað um 60% á einu ári.  Fólk er bara að púa á einhvern Geir.  Eins og vanalega getur þessi þjóð ekkert gert nema nöldrað og farið í fýlu í stað þess að leita til mín um að færa þeim góðæri og hagsæld - aftur! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hafðu engar áhyggjur elsku kreppumaður...

innan tíðar verður þú án efa SANNKALLAÐUR HEIMSKREPPUMAÐUR..

þinn tími mun koma...  

Brynjar Jóhannsson, 2.10.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Kreppumaður

Það eru einmitt menn eins og þú sem ég reiði mig á að munu sjá að ég er eina ljósið.  Þú ert hér með útnefndur yfirpóstmeistari í Reykjavíkurkaupstað og mátt ganga um í einkennisbúningi með korða og fjaðurhatt. 

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 22:33

3 identicon

Þú ert ljósið eða var ég eitthvað að misskilja, varstu ekki búinn að lofa mér stöðu..........

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Kreppumaður

Jú, en ekki póstmeistarastöðu.  Hvað hvað, ef ég verð uppiskroppa með stöður bý ég bara til nýjar eins og alvöru stjórnmálamaður.  Og læt ekki neina kjaranefnd úrskurða um sultarlaunin.  Þið verðið bara sjálfráð á þau.

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég held áfram að gera þig frægan eins og sést á aðsóknartölunum. Fæ vonandi rauðvín og kreppukruðerí hjá þér, þegar ég kíki næst til Flórence. Ef bankinn minn verður til á morgun, ætla ég að athuga hvort ég á ekki fyrir farinu.

Bergur Thorberg, 2.10.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Kreppumaður

Þú getur hæglega líka stolið bát niður á höfn.  Yrðir nú ekki lengi að róa þetta enda atlandshafið eflaust líka að skreppa saman eins og krónan!  En rauðvín skaltu fá og jafnvel hráskinkubita.  En ætli Bubbi reiðist ekki og höfði mál gegn okkur, það má víst ekki blogga mikið um hann.  Þá hefur hann af þér allar þínar myndir og af mér allt mitt rauðvín.  Þá fyrst verður KREPPA með stórum stöfum.

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 23:00

7 Smámynd: Kreppumaður

http://kaffi.blog.is/blog/kaffi/entry/659255/

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 23:05

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég vil benda Guðbjörgu á að yfirpóstmeistastarfið er frátekið og það er í ábyrgum höndum. Þökk sé Heimskreppumanninum þá hef ég sérlegt leifi hans til að ganga í einkennisbúningi með korða og fjaðurhatt svo ég geti sinnt starfi mínu af þeim virðuleika sem það á skilið. 

Með kærri kveðju..

Brylli

Yfirpóstmeistari Reykjavíkur.  

Brynjar Jóhannsson, 2.10.2008 kl. 23:07

9 identicon

Guð minn góður er verið að tala um ástand hér, gera upptækt rauðvín og myndlist. Það á kannski bara að þjóðnýta það ha...........

Sjálfræði í launaúrskurði hmm.........hljómar kunnuglega og ekki hefur það nú gefist svo vel hér á þessu volæðis skeri, sem senn verður nú sokkið með áhöfn og öllu.

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:09

10 Smámynd: Kreppumaður

Ég vissi að þú værir maður til þess að glæða starfið þokka og virðuleika.  En ég gleymdi að segja þér að mannaráðningar hjá þér, vegna samdráttar, miðast við þarfir Reykvíkinga 1703, þegar þeir voru 214.  Svo þú þarft að bera allan póst út sjálfur - einn!

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 23:10

11 identicon

Nei nei, eigi ásælist ég yfirpóstmeistara starfið. Enginn efi í mínum huga að þar er réttur maður, glæsilegur í einkennisbúning með alles........

Heimskreppumaðurinn var búinn að lofa mér Féló, spurning um sjálfræði bótaþega í launaúrskurði....leyfðu mér að hugsa það!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:13

12 Smámynd: Kreppumaður

Já þjóðnýting er lausnarorðið í dag Guðbjörg.  ég ætla að leyfa ríkinu að þjóðnýta son minn en hann er hortugur og sérlundaður og verður þeim ekki að neinu gagni.  Þó fær hann ekki að fara í póstinn með Brynjari.

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 23:14

13 Smámynd: Kreppumaður

Hafði hugsað mér Féló svona eins og 1703.  Þú færð 8 ærgildi til þess að borga með þeim sem þarf að koma að sem niðursetningum.  Í góðu árferði jafnvel 10.

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 23:15

14 identicon

10 ærgildi, svelt þá ekki á meðan..........sver það maður veit bara ekki hvort til verður fyrir salti í grautinn á morgun, en meðan þú átt fyrir rauðvíni og nettengingu er allt gott!

Á einn svona son, er hægt að koma honum að hjá póstinum or something....

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:19

15 identicon

Held að ragnarrök séu komin, það snjóar...og snjóar! Hvað söng Bubbi ekki um árið: þið munið öll deyja.. nei það var stikna og brenna, engin hætta á því í þessum andskota.

Hvað gengur á......

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:22

16 Smámynd: Kreppumaður

Skilst að það snjói.  Hér er það eina sem ég sé og er hvítt, naktir menn í marmara.  Kannski Byrlli taki báð synina, min og þinn til þess að hjálpa sér að flokka póst?  Við skulum vona það svo þeir verði að mönnum.

Kreppumaður, 3.10.2008 kl. 00:26

17 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þar sem ég hef nú alltaf verið börnum mjög góður á ég ekki von á öðru en börn ykkar myndi sóma sig vel í grófflokkun í póstinum. 

Sér í lagi þar sem ég er nú YFIRPÓSTBURÐARMEISTARINN SJÁLFUR

Brynjar Jóhannsson, 3.10.2008 kl. 15:39

18 Smámynd: Kreppumaður

Meistari er orðið!

Kreppumaður, 3.10.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband