Kreppusjóður

Eftir að hafa vakað alltof lengi frameftir í nótt og verið frekar framlág þegar við vöknuðum ákváðum við verðandi frú Kreppa að verja deginum í iðjuleysi.  Spókuðum okkur um stræti og torg og heimsóttum sem flestar knæpur.  Ég tók eftir því í dag að verðandi frú Kreppa hefur einn slæman ósið.  Hún má ekki sjá hreppsómaga eða harmonikkuleikara án þess að henda í viðkomandi klinki.  Ég benti henni góðlátlega á það að heima á Íslandi sylti helmingur landsmanna og hinn helmingurinn væri í sjálfsmorðshugleiðingum og almennu þunglyndi.  Fæddist þá sú göfuga hugmynd að safna öllu klinki sem fer um hendur okkar í krukku sem núna er inni í eldhúsi og merkt Kreppusjóður.  Úr þessum sjóði verður úthlutaða reglulega til göfugra einstaklinga sem geta sótt um úthlutanir hér í kommentakerfinu.  Sérstaklega munum við leita færis að styrkja listamenn sem eflaust hafa það sem allra verst í kreppunni.  Ég held að þessi innspýting okkar í efnahagslíf Íslendinga verði jafn áhrifamikil og dollararnir sem Bush ætlar að nota til að bjarga sínu efnahagskerfi.  Núna líður mér dálítið eins og voldugum heimsleiðtoga.

mbl.is Bush staðfestir fjármálalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eins og voldugum heimsleiðtoga..............

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband