Bullandi góðæri

Verðandi frú Kreppa sagði mér yfirkvöldmatnum að við yrðum aðeins að breyta ferðaplönum okkar.  Í stað þess að hýrast á Íslandi í mánuð í kringum jólin eins og ráð var gert fyrir, væri hún búin í gerræðisskap sínum að leigja handa okkur íbúð í úthverfi Barcelona tvær vikur í janúar.  Og þangað myndum við fara áður en við komum aftur hingað.  Nema að það ríði yfir olíukreppa og ekki verið hægt að fljúga eða sigla til og frá Íslandi.  Því að ekki nenni ég að róa þessar vegalengdir í hriplekum bát þótt að það væri eflaust svipaður fílingur og að vera skipstjóri á sökkvandi þjóðarskútu.  En það er langt þangað til í desember og margt getur ennþá gerst á Gjaldþrotalandi.  Tildæmis það að það verði sett í allsherjar greiðslustöðvun, komist á vanskilaskrá og verði auglýst á uppboði í Lögbirtingarblaðinu.  Mér er slétt sama.  Hér er bullandi góðæri á meðan tilvonandi frú Kreppa fær greitt í evrum.  Ég hinsvegar er búinn að horfa á allt mitt spari fé verða að klinki.  Verð að fara með hjólbörur fullar af íslenskum seðlum til þess að öngla fyrir ódýrustu rauðvínsflöskunni.   

mbl.is Engin hætta á olíukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Hvað kosta hjólbörur í Flórence? Fékkstu þær kannski lánaðar hjá þeirri Senegölnu?

Bergur Thorberg, 3.10.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Kreppumaður

Held að kreppan sé komin hingað, held að það sé búið að loka símanum hjá þeirri Gölnu.  En hjólbörur eru hérna nýjasta samgöngutækið.  Íslendingar ættu að íhuga þær í olíuleysinu sem senn fer að ríða yfir.

Kreppumaður, 3.10.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband