Óbrigðult ráð til að losna við vampýrur

Ég er búinn að komast að því að ef ég drekk mikið af Larsen koníaki vill verðandi frú Kreppa lítið af mér vita.  Ekki að ég sé svo leiðinlegur heldur finnst henni ég lykta illa.  Og núna er hún farin upp og ég sit hérna yfir koníakinu og finnst að ég ætti að gera eitthvað verulega heimskulegt af mér eins og að reyna að hringja í gamlar kærustur, svona rétt til þess að vita hvort þær séu nokkuð orðnar pokakonur sem safna dósum sér til framfærslu eða farnar að selja sig niður á höfn.  Ekki það að mér sé ekki alveg sama.  Meðan enn er eitthvað eftir í pyttlunni er lífið bara skítsæmilegt.  Enda er ég vissum að ég lykt svo illa núna að ekki einu sinni verstu nöldurseggir eða vampýrur þori að leggja til mín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband