Þegar hákarl réðist á mig

Fyrir nokkrum árum var ég að busla í sjó fyrir utan strönd Frakklands eða Spáni, ég er ekki alveg viss því að minni mitt er þannig að allt rennur þar saman í móðu, að ég synti utan í eitthvað flykki með sandpappírs áferð.  Og auðvitað pissaði ég í sundskýluna og hélt að dagar mínir væru taldir og ég mundi enda ævi mína sem biti á milli mála, fyrir hvasstenntan hákarl.  Ég varð svo hræddur að ég gleymdi að taka sundtök og byrjaði að sökkva.  Og komst að því að sjö metra langi hákarlinn sem ætlaði að bíta mig í sundur, var svört og steindauð skata.  Ég skreið aftur upp í bátinn sem ég var á og  réri heim.  Til þess að setja illalyktandi sundskýluna mína í þvott.

mbl.is Kýldi hákarl kaldan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég lenti í svipuðum átökum við gúbbafiskanna mína í gamla daga .. Mesta furða að þessi kvikindi hafi ekki etið mig upp til agna þegar ég fór með fóður í fiskabúrið.

Brynjar Jóhannsson, 4.10.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Kreppumaður

Þú hefðir kannski ekki átt að vera í fótabaði í búrinu.  Hef heyrt að svona skepnur geti verið býsna illskeyttar!

Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband