Skilja mig útundan

Það lét mig enginn vita af þessum fundi, hefði viljað að þeir hefðu sent þotu eftir mér, því að fundur um efnahagsmál án Kreppukarls, er ekki líklegur til árangurs.  Þetta verður bara tuð og fjas yfir engu og líklegt að fólk fái í magann af sandkökuáti og kaffidrykkju.  Best væri ein sog ég hef fyrir löngu sagt, að afhenda mér stjórnartaumana og það strax.  Yrði ekki lengi að redda hlutunum.  Í stað þess er ég skilinn útundan.  Er það ekki einelti?

mbl.is Ráðherrar mæta til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Púra einelti og sakhæft athæfi.

Bergur Thorberg, 4.10.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Kreppumaður

Mér finnst ég svo einangraður og valdalaus núna!

Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Misstu ekki móðinn elsku vinur. Ég stend með þér.

Bergur Thorberg, 4.10.2008 kl. 16:04

4 Smámynd: Kreppumaður

Það er gott að vita af því á þessum síðustu og verstu tímum.   Þegar heil ríkisstjórn lætur eins og ég sé ekki til!

Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband