Samtal við Kreppuföður

Í einhverjum leiðindum hringi ég í föður minn og spurði hann hvort að hann yrði var við kreppuna?  Hann fussaði því í símtólið að ef hann hefði ekki grátkór af undirmönnum sem hefðu tekið mastersgráðuna sína á visa raðgreiðslum og væru því rauðeygðir og þrútnir af gráti, mundi hann halda að allt krepputal væri bara uppspunni í blöðunum.  Og aðallega blöðum Bónuskarla sem væru að reyna að ná fram vorkunn og samúð.  Mér fannst hann helst til alhæfa um efnahagsmál og vakti þar með gremju karlsins sem sagði að svo væru það líka aumingjar eins og börnin hans sem yrðu eflaust var við kreppuna og bætti svo við - en það skipti ekki máli þótt að það væri uppsveifla og góðæri - þetta lið sem væri af hans holdi og blóði, væri ævinlega staurblankt og varla fært um að vinna fyrir nagla í naglasúpuna, hvað þá fyrir munaði eins og glasi af rauðvíni.  Svo fór hann að rifja upp margra áratuga gömul sakamál sem snérust um rýrnum á rauðvíni eða eitthvað álíka leiðinlegt.  Ég lagði á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Við erum líklega öngvir föðurbetrungar, en þeir voru nú líka blankir í den, held ég. Rauðvín var bara ekki í tísku þegar þeir voru ungir og rýrnunin þá, hefur verið í einhverju sterkara, þó þeir viðurkenni það nú ekki.

Bergur Thorberg, 4.10.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Kreppumaður

Skil ekki að menn sé að sífra yfir einhverju rauðvínshnupli síðan á söguöld.  Enda ekkert rauðvín drukkið þá, allt í höftum og Íslandsskipið bundið lekt við bryggju í Köben.

Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 16:03

3 Smámynd: Bergur Thorberg

......og áhöfnin blindfull í melluhverfinu í Nýhöfninni.....

Bergur Thorberg, 4.10.2008 kl. 16:06

4 Smámynd: Kreppumaður

Já helvítis áhöfnin.  Það er alltaf hún sem skemmtir sér best.

Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband