4.10.2008 | 17:50
Ég opna flösku af rauðvíni
Ekki nóg með það að ég væri hafður útundan og ekki boðaður á neina fundi, þá hafa þeir ákveðið að funda með keppinaut mínum um völd og áhrif á Íslandi, Davíð Oddssyni. Það var víst ekki nóg að reka kuta í bakið á mér, nú er hún auk þess snúið harkalega. Og ofan á þessi ótíðindi er ég búinn að vera að tapa fullt af dollurum í póker á netinu. Í spili sem ég varla kann. Ef það er ekki ástæða til þess að opna flösku af rauðvíni núna, þá kemur sú ástæða aldrei.
![]() |
Fundað með seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algerlega rétt ályktun hjá þér Kreppumaður, Davíð Oddsson hver í andsk. er nú það?
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:45
Ég er honum fremri í öllu. Á meira að segja afmæli á undan honum í janúar...
Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 19:56
Já hvað er verið að halda upp á þennan kall endalaust! Lifi Kreppumaðurinn sem á afmæli á undan ........
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:09
Fremstur í öllu... Og því sjálfkjörinn til forystu.
Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 20:18
Já vorum við ekki búin að kjósa þig til forystu, skil ekki alveg hvað menn eru ekki að átta sig........Hallllllló.
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:25
Þetta er bara valdarán. Ég þarf eitthvað að hrista upp í honum Bergi núna, hélt að hann ætlaði að gæta hagsmuna minna...
Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 20:27
Hrista Berg duglega! Látum ekki þessa sofandi silakeppi komast upp með svona gjörning, vita þeir ekki hvar Davíð keypti ölið ha......Öhh...nei fyrirgefðu ég meina Kreppumaður keypti rauðvínið ha!
Er rauðvínið langt komið? Mér segir svo hugur að þér vaxi ásmegin með hverju drukknu glasi! Aðgerða er því að vænta fljótlega eða hvað?
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:42
Það er rétt ég er eins og Stjáni blái með spínatið, því meira sem ég drekk, því meiri líkur eru á því að ég gaspri þessa karla í kaf! ég ætti kannski að fara að hóta bloggverkfalli ef þeir koma sér ekki út úr þessu ástandi sem þeir kalla kreppu og er skírð í höfuðið á mér.
Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 20:55
Nei ekkert verkfall, so eitthvað last something! Brydda upp á nýjungum hér!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:57
Frumleg hugsun hefur aldrei verið mín sterkasta hlið. Mér dettur ekkert í hug? Og það sem verra er, flaskan er að verða tóm. Best að fara inn í eldhús og opna aðra. Ég hressist kannski eitthvað við það?
Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 21:00
Já gerðu það endilega, koma svo!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:04
Ég verð líklega gerð útlæg úr ráðgjafafélaginu um aldur og ævi fyrir að hvetja til drykkjuskapar, en iss hverjum er ekki sama!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:05
Bíddu ég hélt að þú værir að búa þér til atvinnu? Hafa mig sífullan og svo fara að benda mér á það að koma í meðferð?
Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.