4.10.2008 | 19:52
Var ekki búið að loka þessum viðbjóði?
Verðandi frú Kreppa var búin að sitja við tölvuna og bölva og fussa (hélt að hún væri að hneykslast á því hvað ég væri að skrifa) svo lengi að ég fann mig tilneyddan til þess að standa á fætur og athuga hvað vakti viðbjóð hennar? Þá lá hún á vefnum superman.is og tussaðist yfir glyðruskap og drykkju ungmenna á Íslandi en fyrst og fremst yfir smekkleysi umsjónamanna síðunnar sem gerir fátt annað en að mynda stelpur í sleik eða að kyssa á hveri annarri brjóstin. Mig minnti að einhvern tíman hefði verið gerð atlaga að þessari síðu og hélt í fáfræði minni að henni hefði verið lokað en svo er nú ekki. Þarna er niðurlægður æskulýður sýndur í sinni svörtustu mynd. Sumar myndirnar svo svæsnar að þær jaðra við að vera klám. Mér varð illt í augunum yfir því að hafa álpast á þennan sora vef. Verst fannst mér þó karlremban í þeim sem halda úti þessari síður. Fullt af brjósta myndum og myndum af stelpum að ulla upp í hvor aðra en ekki ein einasta af vöðvastæltum karlmönnum að kyssast. Kannski þjáist sá sem sér um síðuna af svo mikilli hommafóbíu að hann kann ekki við það að biðja kynbræður sína um að kyssast fyrir framan sig svo hann geti tekið af þeim mynd. Ætli hann fengi ekki það sem hann á skilið ef hann eins og bæði tvo hrausta sjóara um að veifa framan í sig limnum... Þá mundi hann kannski hætta að biðja táningstúlkur að flassa á sig brjóstunum?
Athugasemdir
fyrir mér var þetta lítið annað en DULIN AUGLÝSING. Allaveganna ætla ég sko að kíkja á þessa síðu
Brynjar Jóhannsson, 4.10.2008 kl. 20:47
Hvur andskotinn maður! Heldurðu virkilega að ég eigi einhvern þátt í þessum viðbjóði!!!!!!!!?????? Og farðu varlega, þú gætir skemmt í þér augun.
Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.