4.10.2008 | 22:19
Ég er farinn að villast
Ég ætla að fara að laumast á barinn. Hér stefnir í rauðvínsleysi og ekki nenni ég að sulla í mig meira koníaki. Kannski ef ég læðist kemst ég einn út en það er þó varla óhætt því að mér hættir til þess að rammvillast um leið og ég er kominn út fyrir minn heimahrepp, hundraðogeinn... Best að ég fari að tilkynna verðandi frú Kreppu að við séum að fara út. Þá verður hún kannski tilbúinn eftir klukkustund. Ef ég verð heppinn. En það er best að hafa hana með svo ég rati til baka. Svo mig hendi ekki það sama og í Berlín um árið, ég ætlaði akandi út í búð en endaði hálfnaður á leið til Póllands. Ég nenni ekki einu sinni að rifja upp hvers vegna svoleiðis hlutir henda bara mig.
Athugasemdir
Huggaðu Frú Kreppu: Ekki bara þig.... mig líka. Þegar andskotinn hittir ömmu sína... .þá er djöfullinn laus.... þrátt fyrir páfakjör...
Bergur Thorberg, 5.10.2008 kl. 01:32
Margt er líkt með kúk og skít segir mamma. Það sama á við páfakjör eða hver situr í stjórnarráðinu. Davíð ræður öllu. Nema hérna. Hér ræður verðandi frú Kreppa öllu og ég er bara vinnumaur og hlýði öllum skipunum. Þannig gengur það, svo ég vitni í Kurt Vonnegute heitinn....
Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 02:02
Vonnegut átti ég við. Þýskan mín skolast til þegar ég drekk....
Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 02:04
Í enskri þýðingu er þetta: I wonna be good Doktor Vonnegut. Kurt. Surt. Sult. Bara smá skandínavískt Hamsun...I'wonna be good... Sun is shining,... like in the old days....... í torfkofunum.
Bergur Thorberg, 5.10.2008 kl. 02:16
... þegar laxness, hamsun og heinesen voru að moka flórinn... þá var sko fjör á réttarböllunum....
Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 06:53
ég sem hélt að þú byggir ekki í mínum hreppi... 101.. heldur ættir heima í andabæ ?
Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 12:36
Bjó í 101 í 15 ár svo það er venjan að kynna sig þannig - Kreppumaður frá Hundraðogeinum...
Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 15:04
Einu sinni fór ég í bíltúr. Á Skáni. Og endaði í Póllandi. Er mér sagt.
Bergur Thorberg, 5.10.2008 kl. 17:29
Er þér sagt? Varla varstu að sötra öl á meðan þú ókst? En samkvæmt þessu liggja allar leiðir til Póllands...
Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 17:37
Ég sem hélt að það væri í lagi að vera úti að aka. Ég verð greinilega að endurskoða það. Pólland,Holland, Makedonía, Belgía (Bergía), og ekki komin brú til Færeyja. Ég man ekki neitt. Sem betur fer.
Bergur Thorberg, 5.10.2008 kl. 17:58
Gott að geta gleymt öllu og munað ekki neitt. Í næstu uppsveiflu heimtum við brú yfir til frænda okkar í Færeyjum. Þá verður líka greiðari aðgangur hjá þeim að klámi.
Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.