5.10.2008 | 15:08
Ljósin kveikna klukkan þrjú
Sú ágæta kona móðir mín hefur haldið því fram í mörg ár að síðan ég var átján ára hafi alltaf verið föstudagur hjá mér. Nema á laugardögum. Hún er búin að bíða lengi eftir því að það renni upp mánudagur á mínum bæ svo að ég komist heim af barnum. Ég held að hún þurfi að bíða nokkuð lengi en til þess að gleðja hana ætla ég að senda henni þessa frétt og segja henni að partýið sem er búið að vera á Íslandi sé liðið undir lok. Og eflaust nokkrir timbraði. Ég er það nú líka eftir nóttina. Við fórum á bar og sátum svo í stofunni frameftir morgni að skemmta okkur yfir engu. Það eru alltaf bestu stundirnar. Enda eru engir barþjónar hérna sem ónáða mann með því að stafla upp stólum og kveikja ljósin, einmitt þegar maður er að skemmta sér sem best.
![]() |
Veislan búin á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.