Afganginn af heiminum takk!

Þetta er bjartsýnis frétt.  Ef ég er ennþá læs þá skilst mér að við Íslendingar séum bara í smá kauppásu, svona eins og hlé í bíó, áður en við höldum áfram að kaupa upp það sem hægt er að kaupa í heiminum.  Ég sé það mjög vel hérna heima.  Verðandi frú Kreppa er að drekka te og á meðan kaupir hún ekki neitt á ebay.  En hún er ekki lengi að sulla í sig þessu tei, ekki frekar en Íslendingar að fara í gegnum kreppuna, svo heldur kaupæðið áfram.  Ég er að hugsa um að biðja verðandi frú Kreppu að muna eftir mér ef hún sér fallegan jakka!  

mbl.is „Við erum nú einu sinni víkingar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Auðvitað erum við í kaupásu. Ekki út af því að það kreppa heldur vegna þess að við erum í helgarfríi ...það er góðæri landinu og þetta reddast... 

Það vinnst allaveganna ----->Afþvíbarafíflinu.    

Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Kreppumaður

Takk fyrir lagið Brylli, best að ég hlust á meira eftir þig á síðunni þinni.  En er helgi?  Þess vegna ertu ekki úti í snjónum að koma uppboðstilkynningum til skila?  Eða er ekki ennþá snjór í Rvk?

Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ÉG lagði þá gríðarlegu vinnu á mig að rísa upp frá sófanum og kíkja út um gluggan og gáði þaðan til jarðar. Bara til þess að geta glatt þig í geði elsku kreppumaður og viti menn. Ég sá engan snjó.

Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Kreppumaður

Sko.  Ég vissi að fréttir af snjó á Íslandi væru lygar eins og allt annað.  Nú máttu slaka aftur á í sófanum.

Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband