5.10.2008 | 15:24
Afganginn af heiminum takk!
Þetta er bjartsýnis frétt. Ef ég er ennþá læs þá skilst mér að við Íslendingar séum bara í smá kauppásu, svona eins og hlé í bíó, áður en við höldum áfram að kaupa upp það sem hægt er að kaupa í heiminum. Ég sé það mjög vel hérna heima. Verðandi frú Kreppa er að drekka te og á meðan kaupir hún ekki neitt á ebay. En hún er ekki lengi að sulla í sig þessu tei, ekki frekar en Íslendingar að fara í gegnum kreppuna, svo heldur kaupæðið áfram. Ég er að hugsa um að biðja verðandi frú Kreppu að muna eftir mér ef hún sér fallegan jakka!
![]() |
Við erum nú einu sinni víkingar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað erum við í kaupásu. Ekki út af því að það kreppa heldur vegna þess að við erum í helgarfríi
...það er góðæri landinu og þetta reddast...
Það vinnst allaveganna ----->Afþvíbarafíflinu.
Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 16:36
Takk fyrir lagið Brylli, best að ég hlust á meira eftir þig á síðunni þinni. En er helgi? Þess vegna ertu ekki úti í snjónum að koma uppboðstilkynningum til skila? Eða er ekki ennþá snjór í Rvk?
Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 17:36
ÉG lagði þá gríðarlegu vinnu á mig að rísa upp frá sófanum og kíkja út um gluggan og gáði þaðan til jarðar. Bara til þess að geta glatt þig í geði elsku kreppumaður og viti menn. Ég sá engan snjó.
Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 17:47
Sko. Ég vissi að fréttir af snjó á Íslandi væru lygar eins og allt annað. Nú máttu slaka aftur á í sófanum.
Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.