5.10.2008 | 17:43
Míga yfir Íslendinga
Þá liggur það ljóst fyrir að Björgúlfur þarf að verða föðurbetrungur og í stað þess að kaupa sér vesælt fótboltalið, hefur hann nú gert tilboð í Ísland. Mikið skemmtilegra fyrir hann að eiga þjóð með húð og hári en ekki bara einhvern íþróttaklúbb. Hljómar betur þegar hann situr með öðrum auðmönnum og þeir eru að segja frá því hvaða snekkjur og fótboltalið þeir keyptu síðast, þá getur Björgúlfur laumað því út úr sér: ég keypti nú bara Ísland í gær... Ég vona bara að hann fari ekki að breyta nafninu. Ég vil ekki að það standi í vegabréfinu mínu að ég komi frá Iceland group ehf eða sé frá Björgúlfsskeri. Thorsnesi? Ég er vanafastur maður og vil halda áfram að vera Íslendingur þótt að mér líki yfirleitt ekki neitt sérlega við landa mína. Yfirleitt míg ég yfir þá ef ég sé þá áfengisdauða í melluhverfum í útlöndum. Þeir sem kunna ekki að haga sér á meðal siðaðra þjóða eiga ekkert betra skilið. Nú bíð ég spenntur eftir því að nýr fáni landsins verði sýndur opinberlega í fyrsta sinn...
![]() |
Biðlað til helstu vinaþjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.